Hver nýtur eiginlega vafans? Þuríður Hjartardóttir skrifar 25. júlí 2014 07:00 Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar