Hver nýtur eiginlega vafans? Þuríður Hjartardóttir skrifar 25. júlí 2014 07:00 Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hver skyldi ekki vera sammála mér um að almenningur eigi alltaf að njóta vafans þegar framleiðendur taka upp á því að menga umhverfið öðrum til tjóns? En það er svolítið sérstakt hvað margir eru tilbúnir að taka upp hanskann fyrir fyrirtæki sem brjóta gegn lögum og reglum eða knýja fram undanþágur frá þeim til að hámarka hagnað sinn. Hvaða hagsmuni er þá verið að vernda? Jafnvel þótt samfélagið þurfi stöðugt á því að halda að auka hagvöxtinn á ekki að gera það með þessu móti. Þjóðin er aldrei svo illa sett að það þurfi að ganga á rétt almennings á heilnæmu lofti og hreinu vatni. Meðal grundvallaréttinda neytenda er rétturinn til að lifa og starfa í umhverfi sem ógnar ekki velferð og heilsufari okkar og komandi kynslóða. Einhverra hluta vegna þarf stöðugt að minna á þennan rétt. Því er jafnvel haldið fram að það sé að kröfu neytenda sem brotið sé á þessum grundvallarrétti með síaukinni eftirspurn þeirra eftir meira vöruúrvali og nýjustu tækni og tísku, auðvitað á eins ódýran hátt og framleiðendur finna upp á. Er þá í lagi að gjaldfella kröfuna um hreint og ómengað umhverfi? Síðustu ár hefur komið upp hvert málið á fætur öðru þar sem upp kemst um díoxíðmengun, flúormengun og brennisteinsmengun. Ættu yfirvöld ekki alltaf að standa með mengunarþolanum en ekki þeim sem menguninni veldur? Það má þakka fyrir virkt eftirlit, þótt það mætti örugglega vera enn virkara og sem betur fer sleppa stundum skýrslur upp úr skúffum og fjölmiðlar fjalla um skandalinn. Það eru samt ótrúlega margir sem standa ekki með almenningi, það er sjálfum sér og börnum sínum, segja lögin alltof ströng og skammast út í eftirlitsstofnanir og félagasamtök ef fjármunir eru í húfi.Börn í mestri hættu Mikið af neytendavarningi inniheldur alls kyns efni sem eru hormónaraskandi, ofnæmis- eða krabbameinsvaldandi. Þá er lágmarkskrafa að varað sé við eitrinu með merkingu á umbúðum og sum efni ættu að vera bönnuð ef vafi leikur á um skaðleysi þeirra. Það er flókið að vera neytandi í dag, með alla þessa tækni í framleiðslunni. Það hefur áhrif á lífríkið að nota agnarsmá plastkorn í krem og snyrtivörur og nanósilfur til að drepa bakteríur í skóm og sokkum. Svo ekki sé talað um eldtefjandi efni í raftækjum sem veldur krabbameini og mýkingarefni í plasti sem truflar hormóna. Börn eru þar í mestri hættu því allt sem þau snerta endar í munninum og gólfið er þeirra leiksvæði, þar sem rykhnoðrar með blöndu af þessum efnum safnast fyrir. Þegar spurning vaknar um hvort áhrif framleiðslu geti verið skaðleg fyrir lífríki og umhverfi á sönnunarbyrðin að hvíla á framleiðandanum en ekki neytendum eða yfirvöldum. Þá kemur til kasta sérfræðinga, því neytendur hafa sjaldnast tök á að greina hættuna. En hvort sem um er að ræða mikilvægar stoðir fyrir hagkerfið eins og orkufyrirtæki og álverksmiðjur eða fjölskyldufyrirtæki í smárekstri, er það svo að ef eina leiðin til að halda starfseminni gangandi er að menga og valda öðrum skaða ætti að hætta starfseminni strax. Neytendur eiga alltaf að njóta vafans og þann rétt má aldrei gjaldfella.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar