Um innfluttan kjúkling og Skráargatið Sveinn Jónsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar