Um innfluttan kjúkling og Skráargatið Sveinn Jónsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun