Um innfluttan kjúkling og Skráargatið Sveinn Jónsson skrifar 25. júlí 2014 07:00 Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á blaðsíðu 2 í Fréttablaðinu á mánudaginn 21. júlí sl. var fjallað um innflutning á landbúnaðarvörum og talað við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innness, sem meðal annars flytur inn kjúkling frá danska kjúklingaframleiðandanum Rose Poultry. Haft er eftir Magnúsi að hvert einasta kíló sem flutt er til landsins þurfi heilbrigðisvottorð til að tryggja að varan uppfylli hæstu gæðakröfur og að sams konar kröfur séu ekki gerðar til íslensku kjúklinganna. Einnig er haft eftir Magnúsi að kjúklingurinn frá Rose Poultry sé sá fyrsti sem uppfyllir gæðakröfur Skráargatsins. Þessar fullyrðingar Magnúsar eru rangar. Það er rétt hjá Magnúsi að öllu kjöti sem flutt er til landsins þarf að fylgja heilbrigðisvottorð, upprunavottorð og staðfesting á því að ekki hafi greinst salmónella í sendingunni. Það þýðir ekki að hvert einasta kíló sé rannsakað eins og skilja má á orðum Magnúsar. Einnig ber að geta þess að allir hópar alifugla sem slátrað er á Íslandi þurfa að undirgangast rannsóknir bæði á kampýlóbakter og salmónellu og fá leyfi til slátrunar áður en fuglinn er fluttur í sláturhús. Ef einhver vafi leikur á um heilbrigði íslenska fuglsins fær hann ekki sláturheimild. Því er það ekki rétt hjá Magnúsi og beinlínis ósannindi að sömu heilbrigðiskröfur gildi ekki um íslenska framleiðslu. Þær kröfur sem gerðar eru til íslensku framleiðslunnar eru heldur strangari ef eitthvað er.Villa um fyrir neytendum Magnús heldur því fram í viðtalinu að vörur frá Rose Poultry séu fyrstu kjúklingavörur á íslenskum markaði sem uppfylla gæðakröfur Skráargatsins. Það er ekki aðeins rangt heldur hefur fyrirtækið Innnes, sem Magnús er í forsvari fyrir, beinlínis villt um fyrir neytendum með túlkun á þýðingu Skráargatsins í auglýsingum á vörum frá Rose Poultry. Í fyrsta lagi skal segja frá því að Skráargatið hefur ekkert með gæði á vörum að gera. Það er engin stofnun sem vottar gæði vörunnar og heimilar að hún geti borið merki Skráargatsins. Skráargatið er aðeins myndræn yfirlýsing framleiðanda á því að tiltekin vara uppfyllir næringarviðmið sem sett eru í hverjum vöruflokki fyrir sig. Í flokki kjötafurða uppfyllir vara skilyrði Skráargatsins ef innihald kjöts er umfram 50% vörunnar, fita undir 10% og sykur undir 5%. Allar íslenskar kjúklingabringur hafa því uppfyllt skilyrði þess að bera merki Skráargatsins frá upphafi tíma. Íslenskir framleiðendur höfðu ekki möguleika á að merkja vörur sínar með Skráargatinu fyrr en eftir gildistöku reglugerðar um Skráargatið í nóvember 2013. Í Danmörku hefur merkingin hins vegar verið í notkun frá því í júní 2009 og það er skýringin á því að kjúklingaafurðir innfluttar frá Danmörku eru fyrstu kjúklingavörurnar sem merktar voru með Skráargatinu á íslenskum markaði.Ólöglegar merkingar Innnes og Rose Poultry hafa því beinlínis villt um fyrir neytendum með auglýsingum sem fullyrða að tilteknar innfluttar kjúklingavörur séu „eina kjúklingavaran á Íslandi sem hefur hlotið gæðavottun Skráargatsins“ og „fyrsta kjúklingavaran á Íslandi sem uppfyllir kröfur Skráargatsins“. Ekki er samt að sjá að Neytendastofa eða Matvælastofnun hafi verið vakandi fyrir að gera athugasemdir við þessa misnotkun Innness og Rose Poultry á Skráargatinu. Að lokum má benda á það að Innnes flytur inn lífrænan kjúkling frá Rose Poultry. Er það enn ein innflutta varan sem seld er á íslenskum neytendamarkaði þar sem ekki er farið að íslenskum lögum og reglum um merkingar matvæla. Er þessi kjúklingur sagður 100 prósent salmónellufrír, en það er ólöglegt að merkja kjúkling á þann hátt á Íslandi. Til samanburðar er íslenskum framleiðendum beinlínis óheimilt að merkja framleiðslu sína salmónellufría þrátt fyrir að hafa staðist allar salmónellumælingar skv. íslenskum lögum og reglugerðum, þ.e. á eldistíma og við slátrun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa einnig ákveðið að að láta hjá líða að gera athugasemdir við sölu og dreifingu á þessari vöru, þrátt fyrir ábendingar þar um.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar