Hvað sagði Juncker? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 21. júlí 2014 00:00 Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Er það ekki svolítið sérkennilegt að svo mikil umræða sem raun ber vitni verði um hvað Juncker, nýr forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sinni í vikunni sem leið? Bið fólk að athuga að ég segi og skrifa um hvað hann sagði en ekki það sem hann sagði. Hann sagði ekkert um að ESB mundi hætta samningaviðræðum um aðild að samstarfinu. Hann sagði einmitt að samningaviðræðum sem eru í gangi yrði haldið áfram (…ongoing negotiations will continue…). Auðvitað er þó ólíklegt að framkvæmdastjórnin eyði miklum tíma á samningafundum ef hún er ein á fundunum eins og blasir við í samningaviðræðum við okkur. Eins og við öll vitum ætlar ríkisstjórnin ekki að gera út neinn mannskap til að sitja slíka fundi af okkar hálfu. Evrópusambandið ætlar hins vegar ekki að taka ómakið af utanríkisráðherranum og ríkisstjórninni að slíta þann þráð sem þegar hefur verið spunninn í aðildarviðræðum. Það er engu sjálfhætt í þeim efnum eins og Gunnar Bragi lætur liggja að. Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að þráðurinn verði ekki tekinn aftur upp nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannski er umræðan eins og hún er vegna þess að undanfarið hefur færst í vöxt að stjórnmálamenn gefi yfirlýsingar sem þeir vilja síðan lítið kannast við, eða að minnsta kosti túlka á annan veg en orðanna hljóðan. Á Austurvelli voru yfirlýsingar stjórnmálamanna spilaðar viku eftir viku til að rifja upp hvað sagt var í kosningabaráttinni fyrir meira en ári. En það var reyndar áður en okkur var tilkynnt að ummæli í kosningabaráttu væru bara til þess brúks, og hefðu ella enga þýðingu. Gjaldeyrishöft hafa nú verið hér á landi í bráðum sex ár. Það er áríðandi að sem mestur friður verði um hvernig þau verða afnumin, þó ólíklegt megi telja að um það náist fullkomin sátt. Þess vegna er áríðandi að ekki verði klippt á línuna til Evrópusambandsins nema að áætlun liggi fyrir um afnám haftanna. Við getum haft mismunandi skoðanir á aðild að Evrópusambandinu, en það má ekki fækka leiðunum sem hugsanlegar eru til afnáms haftanna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun