Fiskistofumálið – mistök eða leiðrétting? Pétur Bjarnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Fiskistofumálið og ýmislegt sem hefur verið fleygt fram í því samhengi hefur vakið athygli mína. Í áratugi hefur heyrst af því að stefna allra stjórnmálaflokka hafi í orði verið á þá lund að gæta beri að jafnvægi í byggð landsins og byggja upp störf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta á ekki síst við um opinber störf, sem þegar eru um fjórðungur allra starfa í landinu og það hlutfall mun hækka, ef þróunin verður eins og í velferðarlöndum í kringum okkur. Ríkið verður því að reka þá starfsemi, sem er á þess vegum víðar en á höfuðborgarsvæðinu og þess vegna væntanlega hafa allir stjórnmálaflokkar haft þetta á stefnuskrá sinni um áratugaskeið. En af hverju aðeins í orði en ekki á borði? Það hefur nefnilega komið í ljós í þessari umfjöllun um flutning Fiskistofu að opinberum störfum úti á landi hefur á undanförnum árum fækkað á meðan störfum á vegum ríkisins fjölgar og þar með hefur opinberum störfum á landsbyggðinni fækkað hlutfallslega enn meira. Spurningin er því hverju sé um að kenna að opinber störf dreifast svona ójafnt á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins, þrátt fyrir þessa stefnu stjórnmálaflokkanna. Stefnu sem oftar en ekki kemst í stjórnarsáttmála, sem flaggað er á tyllidögum. Er það vegna ístöðuleysis stjórnmálamanna? Jú, vissulega höfum við oft orðið vitni að því að stjórnmálamenn fylgja ekki þessum stefnumálum flokka sinna þegar reynir á. (Það á reyndar við um fleiri mál!)Gífurleg mótstaða En við höfum líka alltaf þurft að horfa á gífurlega mótstöðu embættismanna, þegar flutningur er nefndur á nafn. Og miðað við hve illa hefur gengið að fá opinber störf út á land og hve drjúgan þátt embættismenn hafa átt í að sú stefna hefur í reynd breyst í andhverfu sína, má álykta að embættismenn hafi haft mjög einbeittan brotavilja þegar reynt er að fylgja stefnu og ákvörðunum stjórnvalda í þessum efnum. Þegar Fiskistofa var stofnuð hafði tiltölulega nýlega verið samþykkt þingsályktun á Alþingi um að miðstöð stjórnsýslu og menntunar í sjávarútvegi skyldi staðsett á Akureyri. Það hefði því verið eðlilegt að Fiskistofa hefði verið staðsett á Akureyri. Það má í raun segja að það hafi verið mistök í upphafi að stofna hana í Reykjavík. Og í ákveðnum skilning má segja að með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að flytja Fiskistofu til Akureyrar sé verið að leiðrétta mistök frá fyrri árum. Mér finnst það bara gott mál en ég eins og aðrir legg þó áherslu á að það komi einstaklingum sem hjá Fiskistofu starfa og fjölskyldum þeirra ekki illa. Hjá því mætti auðveldlega komast með því að gefa sér góðan tíma í flutninginn, þannig að hann haldist í hendur við þá starfsmannaveltu, sem hvort eð er verður hjá stofnuninni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar