Leynd hvílir yfir mannúðinni Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2014 07:00 Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ein af röksemdum andstæðinga hvalveiða er að veiðarnar séu ómannúðlegar; vegna ófullkominna veiðiaðferða sé dauðastríð hvalanna oft langt. Þetta er raunar röksemd sem meira mark er takandi á en ýmsum öðrum, eins og þeirri að hvalategundirnar sem íslenzkir hvalveiðimenn veiða séu í útrýmingarhættu, sem er augljóslega rangt. Þeir sem eru fylgjandi hvalveiðum Íslendinga hafa hins vegar átt í ákveðnum erfiðleikum með að svara röksemdinni um ómannúðlegar veiðiaðferðir, því að haldbærar rannsóknir á aðferðunum og skilvirkni þeirra hefur vantað. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra taldi sig reyndar þess umkominn í umræðum á Alþingi í vor að lýsa því yfir að hvalveiðar Íslendinga væru „gerðar með eins mannúðlegum hætti og hægt er.“ Í sömu ræðu sagði hann engu að síður frá því að í fyrsta skipti ætti að afla haldbærra upplýsinga um að sú væri raunin og að aðferðir íslenzkra hvalveiðimanna væru sambærilegar við aðferðir sem notaðar eru í Noregi. Samanburður á veiðiaðferðum norskra og japanskra hvalveiðimanna hefur einmitt leitt í ljós að þeir norsku ná í um 80 prósentum tilvika að drepa dýrið strax, en Japanirnir ná því ekki nema kannski í helmingi tilvika. Samanburðurinn við Noreg skiptir þess vegna máli. Í sumar mun norskur dýralæknir, sem hefur rannsakað veiðiaðferðir hvalveiðimanna í Noregi, gera slíkt hið sama um borð í íslenzku hvalveiðiskipi. Verkefnið er á vegum Fiskistofu og NAMMCO, Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins. Í umræðunum á þingi í vor sagði sjávarútvegsráðherra að upplýsingar sem safnað yrði í leiðangrinum yrðu „án efa aðgengilegar, til þess er þetta gert.“ Verið væri að safna upplýsingunum í opinberum tilgangi og þess vegna yrðu þær aðgengilegar. Nú kveður hins vegar skyndilega við annan tón. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjávarútvegsráðherra hefði fyrr í vikunni svarað fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á þann veg að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu ekki gerðar opinberar. Þær yrðu eingöngu kynntar í nefnd NAMMCO um veiðaðferðir og bornar þar saman við niðurstöður sambærilegra mælinga annarra aðildarríkja. Þetta eru ekki traustvekjandi vinnubrögð. Ef niðurstöðurnar sýna að hvalveiðarnar eru eins mannúðlegar og hægt er, eins og sjávarútvegsráðherrann heldur fram, getur ekki verið að stjórnvöld vilji halda þeim leyndum. Leyndin hlýtur að vekja tortryggni um að glansmyndin sé eitthvað krumpaðri en menn hafa látið í veðri vaka. Auðvitað á að birta almenningi niðurstöðurnar, á hvorn veginn sem þær eru. Ef eitthvað má betur fara varðandi veiðiaðferðirnar, á að nýta niðurstöðurnar til að bæta úr því. Það er misskilningur að halda að hægt sé að forðast erfiða umræðu um hvalveiðar með því að halda upplýsingum leyndum. Leyndin skapar tortryggni og ýtir undir getgátur. Opnar upplýsingar gera umræðuna hins vegar oftast betri, þótt menn kunni að túlka staðreyndir á mismunandi hátt.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun