„Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“ Ólafur Arnalds skrifar 3. júlí 2014 07:00 Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar