„Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“ Ólafur Arnalds skrifar 3. júlí 2014 07:00 Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun