„Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“ Ólafur Arnalds skrifar 3. júlí 2014 07:00 Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur að átt sér stað um vottun á landbúnaðarvörum í samræmi við framleiðsluhætti. Stærsti hluti framleiðslu dilkakjöts á sér stað samkvæmt svokallaðri „gæðastýringu“, þar sem meðal annars er litið til umhverfisþátta. Þessi vottun, sem vissulega er skref í rétta átt, er að vísu umdeild og framkvæmd hennar hefur verið harðlega gagnrýnd af landverndarfólki og fagaðilum, meðal annars Landgræðslu ríkisins. Of stór hluti hinnar vottuðu framleiðslu fer fram án þess að landverndarsjónarmið séu nægjanlega í heiðri höfð. Síðan hefur komið í ljós að vottuðu og óvottuðu dilkakjöti er blandað saman á markaði. Neytandinn hefur ekkert val. Andstætt vilja Landsambands sauðfjárbænda og annarra hagsmunaaðila. Hverju sætir það? Í Fréttablaðinu 1. júní eru að finna athyglisverðar skýringar forstjóra Sláturfélags Suðurlands. Hann telur engan gæðamun vera á vörunni og enn fremur að „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt“. Það verður nú varla sagt að í þessu tilsvari felist djúpstæður skilningur á gæðastýringarferlum eða tilgangi þeirra. Eða þörfum og réttindum neytenda. Rétt er að benda á að það er gæðastýrða varan sem yfirleitt er merkt sérstaklega, ekki hin; ég man til dæmis ekki eftir að hafa séð viðvörun á matvöru, til dæmis: „framleitt á menguðum ökrum í Langtburtistan af börnum í þrælkunarvinnu og með afar óhagstætt vistspor vegna langrar flutningsleiðar á markað“. Upplýstum neytendum er ætlað að draga slíkar ályktanir. Og vitaskuld á upplýstur neytandi að geta valið gæðastýrt dilkakjöt kjósi hann svo. Að sama skapi á hann rétt á að forðast vöru sem ekki stenst kröfur um vistvæna framleiðsluhætti. Framleiðsla SS er eflaust vönduð og góð gæðavara. En viðhorf SS-forstjórans er mjög í anda þess sem maður áður heyrði stundum: „Þetta er andskotans nógu gott ofan í ykkur“. Takk fyrir að upplýsa það.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar