Átti ekki að spara? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júlí 2014 06:00 Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Áformaður flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er umdeildur. Til þessa hefur athyglin aðallega beinzt að hagsmunum starfsmannanna, sem eru augljóslega ekki ánægðir með áformin. Þeir hafa lýst því yfir að enginn starfsmaður ætli með stofnuninni norður. Það er ekki þar með sagt að andstaða starfsmanna ein og sér eigi að stöðva flutning á stofnuninni, ef á annað borð er sýnt fram á að það sé bæði fjárhagslegt og faglegt vit í að flytja hana; að til dæmis sé hægt að fá jafnhæft starfsfólk í staðinn fyrir það sem ætlar ekki að flytja með. Vandinn er að það liggur nákvæmlega ekkert fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar um að það sé neitt vit í að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra virðist hafa einhverja fremur óljósa hugmynd um að flutningurinn norður geti kostað 100-200 milljónir króna. Um það hvort hagræðing næst til lengri tíma til að vinna þann kostnað til baka veit hann ekki neitt. Um faglegan ávinning flutningsins veit hann heldur ekki neitt. Um gagnrýni nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á áformin, sem þeir settu einmitt fram á þeirri forsendu að engin rök hefðu komið fram fyrir því af hverju ætti að flytja stofnunina, segir ráðherrann að þeir eigi bara að lesa stjórnarsáttmálann og byggðaáætlun. Það stendur vissulega í báðum þessum plöggum að það eigi að fjölga störfum á landsbyggðinni. Í byggðaáætlun stendur að það eigi að vera störf á vegum ríkisins. En í stjórnarsáttmálanum stendur líka að það eigi að auka agann í ríkisfjármálum, lækka skatta og borga niður skuldir ríkisins. Ríkisstjórnin stofnaði sérstakan aðgerðahóp sem átti að velta við hverjum steini með það að markmiði að „hagræða og forgangsraða og auka skilvirkni stofnana ríkisins“. Einhver hefði haldið að það þýddi að ekki yrðu teknar ákvarðanir um að flytja ríkisstofnanir út á land nema fyrir lægi að það stuðlaði að hagræði og skilvirkni. En slík rök hefur reyndar aldrei þurft þegar stjórnmálamenn hafa flutt ríkisstofnanir á milli staða í þeim tilgangi að afla sér atkvæða. Þá heitir það „pólitísk ákvörðun“. Það væri full ástæða til þess að Ríkisendurskoðun tæki upp hjá sjálfri sér að gera heildarúttekt á flutningi stofnana og verkefna á vegum ríkisins á milli landshluta undanfarin ár og meta fjárhagslegan og faglegan ávinning af þessum „pólitísku ákvörðunum“. Þá gætu ráðherrar að minnsta kosti vísað í reynsluna þegar þeir tækju ákvarðanir eins og um flutning Fiskistofu. Það er raunar dálítið skrítið að á sama tíma og ríkissjóður á ekki fyrir nýjum störfum lögreglumanna og landvarða úti um landsbyggðina til að passa upp á ferðamenn og vernda náttúruna fyrir ágangi, sé hann aflögufær um 200 milljónir til að flytja störf sem þegar eru orðin til á milli landshluta. Starfsfólk Fiskistofu verðskuldar vissulega samúð okkar. En við eigum samt kannski bara að vorkenna sjálfum okkur meira; sem skattgreiðendum og kjósendum sem kjósa ítrekað yfir sig fólk sem tekur illa ígrundaðar ákvarðanir um útgjöld á okkar kostnað.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun