Lífið

Ummæli um Beyoncé uppspuni frá rótum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Miley Cyrus lítur upp til Beyoncé.
Miley Cyrus lítur upp til Beyoncé.
Miley Cyrus tvítaði í dag til að bregðast við ummælum um Beyoncé sem henni voru eignuð í blaðinu Love Magazine. Ummælin voru í þá veru að vegna barneigna Beyoncé þurfi önnur íturvaxin söngkona að taka við af henni keflinu, og aðeins hún sjálf sé líklegur arftaki.

Miley heldur því fram á Twitter að ummælin séu uppspuni frá rótum.  Blaðið Love Magazine skrifaði á Twitter að það sé rétt sem Miley heldur fram, ummælin séu uppspuni, og blaðið sé að reyna að komast til botns í málinu.

Hér að neðan eru tvít frá söngkonunni og blaðinu Love Magazine um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.