"Út af með dómarann?“ Skúli Magnússon skrifar 24. júní 2014 08:15 Það leiðir af stöðu og hlutverki dómara að þeir tjá sig um niðurstöður sínar í úrskurðum og dómum en almennt ekki á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir þetta geta dómarar gengið að því vísu að athafnir þeirra séu umdeildar og opinber umræða um dómstörf harðskeytt. Það má jafnvel gera þá kröfu til dómara að þeir taki þegjandi rangfærslum og ásökunum á opinberum vettvangi, meðal annars af hálfu sakborninga. Hver sem telur dómara hafa gert á hlut sinn getur einnig kvartað til nefndar um dómarastörf og dómarinn verður þá að gera hreint fyrir sínum dyrum með formlegum hætti. Við þetta verða menn einfaldlega að sætta sig þegar þeir ákveða að taka við skipun í embætti dómara. Það hefur verið nánast óþekkt hér á landi að sakborningur eða aðilar honum tengdir gangi svo langt að leggja fram kæru fyrir lögreglu um ætlaða refsiverða háttsemi dómara við framkvæmd dómstarfa. Dómarar njóta engrar sérstakrar friðhelgi í störfum sínum og það er ekkert sem hindrar slíka kæru. Flestum má vera ljóst að dómara er erfitt að bregðast við slíkum ásökunum á opinberum vettvangi, jafnvel þótt kæran reynist tilhæfulaus þegar upp er staðið. Það er auðskilið hvers vegna sumum finnst ákjósanlegt að umræða um dómsmál snúist um dómarann, og jafnvel dómskerfið, en ekki ákæruefnin eða önnur efnisatriði máls. Það er hins vegar eftirtektarvert þegar einn stærsti fjölmiðill landsins telur ástæðu til að gera atriði sem þetta að forsíðufrétt sinni. Gildandi reglur og núverandi framkvæmd á sviði rannsóknarúrskurða er ekki hafin yfir gagnrýni, eins og ráða má af leiðara ritstjóra í gær. Dómarar hafa hins vegar ekki forræði yfir því hvaða reglur gilda að þessu leyti þótt þeir hafi ákveðin áhrif á þróun lagaframkvæmdar. Það stenst því ekki að tengja annmarka á núverandi réttarframkvæmd við framkomnar ásakanir gegn tilteknum dómurum, jafnvel þannig að gefið sé í skyn að um sé að ræða „fúsk“ við meðferð heils málaflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Það leiðir af stöðu og hlutverki dómara að þeir tjá sig um niðurstöður sínar í úrskurðum og dómum en almennt ekki á öðrum vettvangi. Þrátt fyrir þetta geta dómarar gengið að því vísu að athafnir þeirra séu umdeildar og opinber umræða um dómstörf harðskeytt. Það má jafnvel gera þá kröfu til dómara að þeir taki þegjandi rangfærslum og ásökunum á opinberum vettvangi, meðal annars af hálfu sakborninga. Hver sem telur dómara hafa gert á hlut sinn getur einnig kvartað til nefndar um dómarastörf og dómarinn verður þá að gera hreint fyrir sínum dyrum með formlegum hætti. Við þetta verða menn einfaldlega að sætta sig þegar þeir ákveða að taka við skipun í embætti dómara. Það hefur verið nánast óþekkt hér á landi að sakborningur eða aðilar honum tengdir gangi svo langt að leggja fram kæru fyrir lögreglu um ætlaða refsiverða háttsemi dómara við framkvæmd dómstarfa. Dómarar njóta engrar sérstakrar friðhelgi í störfum sínum og það er ekkert sem hindrar slíka kæru. Flestum má vera ljóst að dómara er erfitt að bregðast við slíkum ásökunum á opinberum vettvangi, jafnvel þótt kæran reynist tilhæfulaus þegar upp er staðið. Það er auðskilið hvers vegna sumum finnst ákjósanlegt að umræða um dómsmál snúist um dómarann, og jafnvel dómskerfið, en ekki ákæruefnin eða önnur efnisatriði máls. Það er hins vegar eftirtektarvert þegar einn stærsti fjölmiðill landsins telur ástæðu til að gera atriði sem þetta að forsíðufrétt sinni. Gildandi reglur og núverandi framkvæmd á sviði rannsóknarúrskurða er ekki hafin yfir gagnrýni, eins og ráða má af leiðara ritstjóra í gær. Dómarar hafa hins vegar ekki forræði yfir því hvaða reglur gilda að þessu leyti þótt þeir hafi ákveðin áhrif á þróun lagaframkvæmdar. Það stenst því ekki að tengja annmarka á núverandi réttarframkvæmd við framkomnar ásakanir gegn tilteknum dómurum, jafnvel þannig að gefið sé í skyn að um sé að ræða „fúsk“ við meðferð heils málaflokks.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun