Fordómar í Framsókn Eva H. Baldursdóttir skrifar 23. júní 2014 07:00 Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum komst fátt annað að en stóra moskumálið. Oddviti Framsóknar og flugvallarvina fékk að eiga sviðið með yfirlýsingum í tengslum við múslima. Annars vegar að draga ætti til baka lóðarúthlutun til Félags múslima um byggingu mosku í Reykjavík og hins vegar að vegna múslima hefði þurft að gera þvinguð hjónabönd refsiverð í Svíþjóð. Athugasemd sem á enga samsvörun við íslenskan raunveruleika. Íslendingar hafa almennt verið umburðarlyndir og friðsamir. Við höfum sett okkur stjórnarskrá sem mælir fyrir um að hér ríki trúfrelsi og jafnræði fyrir lögum m.t.t. trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Þá hefur fjöldi alþjóðlegra mannréttindasáttmála verið lögfestur svo sem Mannréttindasáttmáli Evrópu og Alþjóðasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Grunnstef þeirra sáttmála er í öllu falli að forsenda frelsis, friðar og réttlætis í heiminum byggi á þeirri viðurkenningu þjóðanna að mennirnir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé ekki mismunað. Ummæli oddvita Framsóknarflokksins eru því marki brennd að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra. Og oddvitinn hafði erindi sem erfiði og skilaði rúmum 10% atkvæða í kassann. Flokkar í nágrannaþjóðum okkar hafa líka náð árangri með slíkum málatilbúnaði. Hvort tilviljun ein ráði för eður ei, eru ummælin sett fram á sama tíma og alda þjóðernishyggju ríður yfir Evrópu. Í kosningum til Evrópuþingsins unnu flokkar eins og Danski þjóðarflokkurinn stórsigur með 27% atkvæða sem og Gullin dögun í Grikklandi sem fékk um 9%, en hann er talinn vera flokkur nýnasista. Árið 2011 vann þjóðernisflokkurinn í Finnlandi, Sannir Finnar, einnig kosningasigur en þar í landi var mynduð sex flokka ríkisstjórn m.a. til að halda flokknum frá völdum. Það er ábyrgðarhlutverk að bjóða sig fram til þátttöku í stjórnmálum. Gera verður þá kröfu að mannréttindi, sem eru ekki sjálfsögð og eiga uppruna sinn að rekja til ofríkis ríkisvalds og átaka, séu virt. Þess vegna eiga áherslur flokks sem ganga þvert á algild mannréttindi lítið erindi við stjórn borgarinnar. Fordómar eiga ekki rétt á sér þótt þeir hafi fengið 10% fylgi. Og elsti stjórnmálaflokkur landsins þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Gildir þá einu ótrúverðugt eftir á tal um misskilning, einkum og sér í lagi þar sem auðsótt var að leiðrétta hann fyrir kosningar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar