Innlent

Skilríkjalaus og gat ekki gert grein fyrir sér

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Ekki ganga allir hægt um gleðinnar dyr.
Ekki ganga allir hægt um gleðinnar dyr. Vísir/Vilhelm
Lögregla handtók þó nokkra ölvaða afbrotamenn í gærmorgun. Kona ein var handtekin í Austurstræti þar sem hún var grunuð um hnupl. Var hún þá ekki viðræðuhæf vegna áfengis.

Maður nokkur var svo handtekinn við Granda. Líkast til er hann erlendur ferðamaður, en hann var skilríkjalaus og gat ekki sagt til sín, svo drukkinn var hann. Maðurinn var vistaður í fangageymslu meðan hann jafnaði sig.

Einnig var bifreið á Kringlumýrarbraut stöðvuð. Ökumaðurinn var þá grunaður um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×