Hvers vegna er RIFF mikilvæg fyrir fjölmenningarsamfélagið? Ottó Tynes skrifar 16. júní 2014 07:00 Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein RIFF Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæðingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endilega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum viðhorfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekkingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ.á.m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifamátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýnin sem birtist í þessu afþreyingarefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjölbreytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er).Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýsandi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menningarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsynlegt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsamlegt og réttlátt heldur snýr einnig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, viðhorfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við vonumst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun