„Klárum lokaleikinn með sæmd“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2014 06:00 Þórey Rósa Stefánsdóttir var meðal markahæstu leikmanna Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Stelpurnar okkar verða ekki meðal þátttökuliða í lokakeppni EM sem fer fram í Króatíu og Ungverjalandi í lok árs. Þetta varð ljóst eftir að Slóvakía gerði jafntefli við Frakka á heimavelli, 24-24, í gær og náði þar með þriggja stiga forystu á Ísland fyrir lokaumferðina. Íslensku stelpurnar unnu á sama tíma öruggan stórsigur á Finnum, 29-20, en Ísland situr eftir í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig fyrir lokaleikinn gegn Slóvakíu í Laugardalshöll á sunnudag. Frakkar voru búnir að tryggja sér áframhaldandi þátttöku og dugði jafnteflið í gær til að tryggja sigurinn í riðlinum. Einu stigin sem Ísland hefur fengið í riðlinum komu gegn botnliði Finna. Liðið tapaði tvívegis fyrir sterku liði Frakka en mestu munaði um eins marks tap fyrir Slóvakíu ytra, 19-18, í október síðastliðnum.Slóvakar eru afar öflugir „Við vorum hársbreidd frá því að ná í stig í þeim leik,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. „Sumir vildu meina að Slóvakía væri ekki með sterkt lið en úrslitin gegn Frökkum sýna hversu öflugir Slóvakar eru. Það er mjög erfitt að spila á þeirra heimavelli fyrir framan troðfullt hús,“ bætir Ágúst við. Slóvakar mæta því hingað til lands um helgina án þess að hafa að nokkru að keppa. Úrslitin í riðlinum eru ráðin og niðurröðun liðanna mun ekki breytast eftir lokaumferðina. „Við ætlum okkur að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við ætlum okkur sigur og klára verkefnið með sæmd,“ ítrekar landsliðsþjálfarinn en hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir sigurinn á Finnum í gær.Vantaði marga lykilmenn „Vissulega er getumunur á liðunum en við nýttum breidd leikmannahópsins vel og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Það var bara fúlt að fá tíðindin frá Slóvakíu strax eftir leikinn,“ sagði Ágúst, sem ætlar að halda ótrauður áfram með landsliðið. „Ég er með samning til 2016 og verð því áfram,“ segir hann. „Auðvitað voru það vonbrigði að komast ekki upp úr riðlinum eins og við stefndum að en þetta varð niðurstaðan. Það hefur gengið á ýmsu en síðan ég tók við hafa aldrei verið jafn miklar sveiflur á landsliðshópnum og nú. Líklega eru tíu leikmenn ekki með nú sem voru með í fyrsta leik í undankeppninni og vantar okkur nú marga lykilmenn í hópinn.“Steinunn frábær Meðal þeirra leikmanna sem fengu tækifæri til að sýna sig og sanna í gær var hornamaðurinn Steinunn Hansdóttir. Hún skoraði fimm mörk og var markahæst ásamt Hildigunni Einarsdóttur. „Steinunn stóð sig frábærlega og er án nokkurs vafa framtíðarleikmaður landsliðsins. Við höfum lengi fylgst með henni,“ sagði Ágúst en Steinunn hefur nánast alla sína ævi búið í Danmörku. Steinunn, sem leikur með Skanderborg í næstefstu deild í Danmörku, á þó íslenska foreldra.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44 Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 20-29 | Stelpurnar gerðu sitt en fara ekki á EM Ísland vann öruggan níu marka sigur á Finnlandi í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2014. 11. júní 2014 12:44