Kennarar, ykkur duga sjúskuð húsgögn, lélegur tækjakostur og vont kaffi Lára Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun