Kennarar, ykkur duga sjúskuð húsgögn, lélegur tækjakostur og vont kaffi Lára Óskarsdóttir skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf sem kennari síðastliðið haust en áður starfaði ég í einkageiranum og sem sjálfstætt starfandi. Á meðan nýjabrumið hangir enn á mér, ætla ég að tjá mig varðandi vinnuaðstöðu og aðbúnað kennara. Svo því sé haldið til haga er efniviður greinarinnar fenginn hvort tveggja úr heimsóknum mínum í skóla og á eigin vinnustað. Kennarar sinna ábyrgðarfullu starfi og er ekki verið að gagnrýna störf þeirra heldur varpa ljósi á það umhverfi sem þessum starfsmönnum borgarinnar er víða boðið upp á. Í dagstofu kennara (kennarastofan svokallaða) er gert ráð fyrir að kennarar og annað starfsfólk snæði. Þar eru borð og stólar eins og lög gera ráð fyrir. Það má finna kennarastofur þar sem borðin eru barin af notkun, rispuð og sjúskuð svo ekki sé meira sagt. Stóla með bólstruðum sessum og baki sem farið er að sjá töluvert á. Í einum skóla var mér tjáð að skólanum hafi verið boðinn sófi frá Menntavísindasviði, sem var að endurnýja hjá sér (sel söguna ekki dýrara en ég keypti hana). Ekki nógu góður sófi fyrir fólk á sviði menntamála borgarinnar en nægilega góður fyrir kennara sömu borgar. Kaffi er í boði, hellt upp á, á stórar dælukönnur, misþunnt. Á einum stað var til kaffivél sem afgreiddi kaffi úr baunum, sú vél var eingöngu notuð til hátíðarbrigða. Í sumum kennslustofum er að finna skjávarpa en ekki öllum. Tússpenna til að skrifa á töflur er víða farið með eins og gersemar, þess vegna er m.a. nauðsynlegt að nota skjávarpa sem mest. Tölvur eru seinvirkar, gamlar og skortur er á tölvum til nemenda í kennslu. Kennarar þurfa að betla um kartonblöð og liti á skrifstofu þar sem legið er á þessum hlutum eins og gulli. Umhverfið er víða sjúskað, þar sem sýnilega vantar viðhald á gluggum og hurðarkörmum sem og kennslustofum. Það skal ekki skilja þetta svo að kennarar geti ekki sinnt störfum sínum nema í háklassa umhverfi. Það má eitthvað á milli vera. Viðhald varðandi aðbúnað hefur greinilega verið sparað en rannsóknir sýna að umhverfi hefur áhrif á starfsánægju og stolt gagnvart starfi. Það sem upp er talið er eitthvað sem augað sér. Annað og kannski sínu verra er það óáþreifanlega. Án þess að alhæfa veit ég að víða er starfsmannahaldi ábótavant. Það er eðlileg nútímakrafa að starfsmannahaldi sé sinnt af alúð. Kennarar takast á við félagslega erfið mál, nánast daglega. Þetta reynir á þolrifin og tekur á taugarnar. Sameiningar skóla og breytingar varðandi starfshætti s.s. tengda réttindum kennara reyna á. Aðgát skal höfð í nærveru sálar á við um okkur öll og vona ég að þetta greinarkorn nái til þeirra sem taka stóru ákvarðanirnar varðandi grunnskólana. Börnin okkar uppskera í lok dagsins sé hlúð að kennurum og starfsumhverfi þeirra.
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar