Hver veldur framtíðinni? Ólafur Páll Jónsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun