Gerum skófatnað gjaldfrjálsan Guðmundur Edgarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun