Lifir þú við útgöngubann? Árni Þór Þorgeirsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við lítum á ferðafrelsi sem sjálfsagðan hlut, en það er frelsi til þess að nálgast þjónustu eða félagsskap þegar við kjósum og við lítum öll á það sem almenn réttindi sem allir ættu að lifa við. Fólk sem hefur ekki fulla getu til þess að njóta þess vegna ýmissa annmarka, hvort sem það er hreyfihamlað eða blint, þarf að reiða sig á ýmsa þjónustu til að njóta þess sem flestir hafa. Skert þjónusta þegar kemur að ferðafrelsi jafngildir útgöngubanni fyrir stóran hóp fólks. Þetta er útgöngubann út frá aðgerðaleysi. Þetta er mannréttindabrot út frá aðgerðaleysi. Þegar fólk hugsar um ferðaþjónustu hreyfihamlaðs eða sjónskerts fólks þá vill það mikla fyrir sér þann kostnað sem því fylgir. En þetta er grunnþjónusta sem sveitarfélaginu ber samkvæmt lögum að framfylgja. Kópavogsbær hefur veigrað sér við að greiða ferðir blindra og sjónskertra og hefur bent á fjárhagsskort því til stuðnings, en á sama tíma hefur Kópavogsbær lagt til mikið fé í rekstur á s.k. ferðamannavagni fyrir Smáralind og er sú upphæð um tvær milljónir, sem er u.þ.b það fé sem þarf til þess að veita blindum og sjónskertum lágmarksferðaþjónustu. Til að undirstrika þá stefnu sem ríkt hefur í velferðarmálum í Kópavogi tók bæjarstjórn þá ákvörðun að verðlauna bæjarstjóra með 23% launahækkun því þar hafi tekist svo vel að skera niður í grunnþjónustu á borð við menntun og félagslega þjónustu. Launahækkun þeirra hæst launuðu ætti ekki að vera æðri mannréttindum þeirra sem þurfa á þjónustu nærsamfélagsins að halda. Við í Dögun og umbótasinnum viljum tryggja að lögbundin mannréttindi verði virt og standa vörð um og efla þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sveitarfélagsins. Fólk á ekki að þurfa að flýja sín heimili og sveitarfélag vegna aðgerðaleysis og ábyrgðarleysis embættismanna eða annarra fulltrúa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun