Fjárfestum í fólki Skúli Helgason skrifar 23. maí 2014 07:00 Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Sami hópur er líka áberandi í röðum þeirra framhaldsskólanema sem hætta í námi en sem kunnugt er hefur brotthvarf á Íslandi um árabil verið á bilinu 25-30% eða helmingi hærra en í ríkjum OECD að meðaltali og tvöfalt til þrefalt hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Löngu tímabært er að bregðast við þessum staðreyndum í skólakerfinu með auknu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, ríkis og sveitarfélaga. Samfelld ábyrgð á rekstri skólastiga frá leikskóla fram að háskóla væri ein leið til að auka samfellu náms í þágu nemenda og sjálfsagt er að heimila einstökum sveitarfélögum að spreyta sig á rekstri tiltekinna skóla, eins og Reykjavík, Garðabær og Hafnarfjörður hafa þegar óskað eftir. Reykjavík greiðir í ár 4 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga án atvinnu og bótaréttar úr atvinnuleysistryggingakerfinu. Slíkt úrræði verður alltaf að vera til staðar en mikið er til vinnandi fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið að við náum að breyta áherslum í þá veru að fleiri úr þessum hópi komist til vinnu og sjálfsbjargar. Þar er hlutverk skólanna mikilvægt, ekki síst grunnskólans, þar sem tækifærin til að draga úr brotthvarfsáhættu eru mest að mínu mati. Leiðin liggur í gegnum aukna áherslu á virkni nemenda og námsval við hæfi hvers og eins. Við eigum að setja okkur það markmið að öll börn og ungmenni læri það sem þau hafa áhuga á og nýtir best hæfileika þeirra. Við þurfum að skapa fagfólki í skólum þá umgjörð sem dregur fram það besta í hverjum nemanda. Það kallar vissulega á meiri stuðning í skólastofunni og aukna þverfaglega samvinnu kennara og sérhæfðs starfsfólks við að mæta ólíkum þörfum nemenda. Þróuð hafa verið skimunarpróf hér á landi til að greina snemma þá nemendur sem eru í mestri brotthvarfshættu. Til þessa hafa slík próf aðeins verið notuð í framhaldsskólum hérlendis og grunnskólum í Noregi en næsta skref er að hagnýta þau í grunnskólum borgarinnar til að fyrirbyggja frekari vanda síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Sami hópur er líka áberandi í röðum þeirra framhaldsskólanema sem hætta í námi en sem kunnugt er hefur brotthvarf á Íslandi um árabil verið á bilinu 25-30% eða helmingi hærra en í ríkjum OECD að meðaltali og tvöfalt til þrefalt hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Löngu tímabært er að bregðast við þessum staðreyndum í skólakerfinu með auknu samstarfi grunnskóla og framhaldsskóla, ríkis og sveitarfélaga. Samfelld ábyrgð á rekstri skólastiga frá leikskóla fram að háskóla væri ein leið til að auka samfellu náms í þágu nemenda og sjálfsagt er að heimila einstökum sveitarfélögum að spreyta sig á rekstri tiltekinna skóla, eins og Reykjavík, Garðabær og Hafnarfjörður hafa þegar óskað eftir. Reykjavík greiðir í ár 4 milljarða króna í fjárhagsaðstoð til einstaklinga án atvinnu og bótaréttar úr atvinnuleysistryggingakerfinu. Slíkt úrræði verður alltaf að vera til staðar en mikið er til vinnandi fyrir viðkomandi einstaklinga og samfélagið að við náum að breyta áherslum í þá veru að fleiri úr þessum hópi komist til vinnu og sjálfsbjargar. Þar er hlutverk skólanna mikilvægt, ekki síst grunnskólans, þar sem tækifærin til að draga úr brotthvarfsáhættu eru mest að mínu mati. Leiðin liggur í gegnum aukna áherslu á virkni nemenda og námsval við hæfi hvers og eins. Við eigum að setja okkur það markmið að öll börn og ungmenni læri það sem þau hafa áhuga á og nýtir best hæfileika þeirra. Við þurfum að skapa fagfólki í skólum þá umgjörð sem dregur fram það besta í hverjum nemanda. Það kallar vissulega á meiri stuðning í skólastofunni og aukna þverfaglega samvinnu kennara og sérhæfðs starfsfólks við að mæta ólíkum þörfum nemenda. Þróuð hafa verið skimunarpróf hér á landi til að greina snemma þá nemendur sem eru í mestri brotthvarfshættu. Til þessa hafa slík próf aðeins verið notuð í framhaldsskólum hérlendis og grunnskólum í Noregi en næsta skref er að hagnýta þau í grunnskólum borgarinnar til að fyrirbyggja frekari vanda síðar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun