Er trúlofunartímabilinu lokið og komið að næsta skrefi? Kristinn Þór Jakobsson skrifar 17. maí 2014 07:00 Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Samvinna og gott samstarf er að mínu mati grunnforsenda þess að sveitarfélög á Suðurnesjum geti vaxið og dafnað. En sameining sveitarfélaganna á svæðinu er mál sem sveitarstjórnarfólk á svæðinu þarf að fara að skoða af fullri alvöru. Við þurfum að horfa til framtíðar með heildarhagsmuni svæðisins alls að leiðarljósi.Horfum út fyrir boxið Mjög lítið hefur borið á umræðu um sameiningarmál sveitarfélaganna á Suðurnesjum á kjörtímabilinu. Líklega verða sameiningarmálin ekki kosningamál í næstu sveitarstjórnarkosningum. En þeir bæjarfulltrúar sem verða kosnir í bæjarstjórnir sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum verða að vera tilbúnir til að ræða sameiningarmál af hispursleysi og einurð með opnum huga, laust frá tilfinningum og fordómum. Í þessari endurskoðun felast tækifæri.Ekki hvort, heldur hvernig Ef sveitastjórnir óska þess þá getur ráðuneytið veitt þeim heimild í tilraunaskyni til að staðfesta samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gerir ráð fyrir öðru stjórnskipulagi en kveðið er á um í sveitarstjórnarlögum. Ég tel að umræða næsta kjörtímabils ætti að snúast um hvernig, ekki hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum sameinist. Málefni sem við þurfum að ræða eru m.a. fjöldi sveitarstjórnarmanna, hvort ráða eigi eða kjósa framkvæmdastjóra sveitarfélagsins beint, kjósa ætti bæjarráð beinni kosningu, breytingar á fyrirkomulagi bæjarstjórnarfunda, fjöldi fastanefnda/-ráða og aukið hlutverk einstakra nefnda eða starfsmanna sveitarfélagsins við daglega stjórn sveitarfélagsins því samfara. Einnig þarf að ræða hvort embætti forseta bæjarstjórnar ætti að vera fullt starf, fjöldi bæjarfulltrúa verði bundinn við íbúafjölda hvers byggðakjarna, aukið íbúalýðræði með íbúafundum og íbúasamráði, nánara samráð um fjárhagsáætlun og önnur verkefni, svo fátt eitt sé nefnt.Heildarhagsmunir ráði för Málefnin eru mýmörg og margvísleg og ættu að vera rædd út frá hagsmunum íbúa á Reykjanesi en ekki pólitískum hagsmunum einstakra hópa/svæða. Það gæti reynst öllum íbúum allra sveitarfélaganna hagsbót og styrkur ef sveitarfélögin komast að samkomulagi um framtíðarskipan sameinaðs sveitarfélags. Skort hefur traust milli bæjarstjórna á svæðinu og mikið rætt um að byggja upp traust áður en sameiningarmál verði rædd. Að mínu mati er það fullreynt. Látum vantraustið lönd og leið og opnum fyrir umræðu um hvernig málunum er best farið. Við erum eitt atvinnusvæði, við erum að stórum hluta með sameiginlega þjónustu, eins og Kölku, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, DS, HSS o.fl. stofnanir. Tökum næsta skref og hefjum umræðu um sameiningarmál. Orð eru til alls fyrst.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun