Skipulag eða skipulagsleysi? Þóra Andrésdóttir skrifar 17. maí 2014 07:00 Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í grein Ólafs Þ. Stephensens 2. maí, „Þétting byggðar í nærveru sálar“, koma fram mikilvægar spurningar: „Eru skólar og leikskólar í stakk búnir að taka við fleiri börnum? Mun umferð aukast? Mun skyggja á lóðir? Verða næg bílastæði? Hver bætir mögulegar skemmdir eða rask vegna framkvæmda?“ Hafa borgaryfirvöld hugsað þessi mál alveg til enda? Á skólalóðum Vesturbæjar- og Austurbæjarskóla er búið að bæta við litlum skúrum til að geta tekið við þeim börnum sem fyrir eru. Leikskólapláss og dagforeldra vantar svo fólk þarf að fara út fyrir hverfið með börnin sín. Hvernig gera þau það? Oftast á bílum! Umferðin mun aukast. Fólk mun ekki ganga og/eða hjóla í öllum veðrum. Ef fólk á að taka strætó þurfa þær samgöngur að lagast. Öllum bílunum frá Borgarspítala og hinum 16 vinnustöðum Landspítalans á líka að beina á Hringbrautina, sem er þegar teppt. Hvernig á sjúkrabíllinn að komast að! Bílar menga ekki síst þegar þeir eru sífellt að stöðva og taka aftur af stað, sem gerist óhjákvæmilega í mikilli umferð. Það fylgja ekki bílastæði öllum nýju íbúðunum. Þó fólk noti bíla ekki alla daga, eiga þá samt flestir. Hvar á að geyma þá? Bílastæði í miðbænum hverfa undir byggingar, m.a. stóra planið á móti Bæjarins Bestu og við hliðina á Borgarbókasafninu.Gerum ekki fleiri mistök Mikið hefur verið í umræðunni hve mikil synd er að eyðileggja svona fallegan sjónás eins og niður Frakkastíginn, og byggja fyrir fjöllin og sjóinn. Gerum ekki fleiri slík mistök, eins og nú er á dagskrá. Má þar nefna nýja byggð við Gömlu höfnina og hótel við hlið Hörpu, sem munu byrgja útsýni yfir höfnina og fallega fjallasýn. Um leið á að fórna Slippnum. Eins mun Nýi Landspítalinn skyggja á Gamla Landspítalann, þessar fallegu byggingar Guðjóns Samúelssonar, og loka fyrir sjónás að Háskóla Íslands. Þétting byggðar er á kostnað íbúa sem fyrir eru, átroðsla og ónæði, skuggar og skerðing á útsýni, og skemmdir vegna framkvæmda. Sumum borgarbúum finnst að verið sé að hrekja þá úr 101. Skortur á íbúðum þar er m.a. vegna fjárfesta sem leigja þær út til útlendinga. Það er ekki hægt að þverfóta fyrir gistiheimilum og hótelum. Borgaryfirvöld segjast vilja fjölbreytni, hvar er hún? Ekkert nema hótel, sem rekin eru með tapi! Samt eru fleiri að bætast við. Þessu fylgir umferð. Hvergi er krafist aðkomu fyrir rútur eða sendibíla. Því er gengið á rétt borgarbúa, bílum lagt upp á gangstétt og rútur stoppa alla umferð. Eiga Fógetagarðurinn og Austurvöllur að vera garður fyrir hótelgesti Landsímareits? Með þéttingu byggðar á að nýta betur veitukerfi og gatnakerfi, sem eru þegar til staðar, en eru víða sprungin. Sumir vilja búa í úthverfum, við höfum nóg pláss. Aukum atvinnu þar og minnkum mengun og slit með dreifðari umferð. Kallast það borgarvernd að taka alltaf mið af hæstu byggingu sem fyrir er, þó gamla byggðin sé lág? Sólríkt, fagurt, fjölskylduvænt umhverfi, og virðing fyrir sögunni skiptir okkur miklu máli. Varðveitum bæjarbraginn, sögu bæjarins. Þá líður okkur eins og heima hjá okkur en ekki aðskotahlutum í eigin borg.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun