Lífið

Slátrað í Cannes

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nicole mætti á frumsýninguna í kjól frá Armani.
Nicole mætti á frumsýninguna í kjól frá Armani. Vísir/Getty
Kvikmyndin Grace of Monaco var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og var mikið um dýrðir þegar hún var frumsýnd á miðvikudag. Leikkonan Nicole Kidman leikur sjálfa Grace Kelly í myndinni, sem síðar varð Grace furstynja. Fjallar myndin um líf hennar, þá sérstaklega um hjónaband hennar og Rainiers fursta, og hvernig hún barðist fyrir því að halda milljarðamæringum, sem vildu koma auðæfum sínum undan, frá skattaparadísinni Mónakó.

Myndin hefur vægast sagt hlotið hrikalega dóma og segir Peter Bradshaw, gagnrýnandi The Guardian, að myndin um „þessa ævintýralegu leiðinlegu baráttu sé eins og 104 mínútna löng Chanel-auglýsingin, aðeins án kænsku og dýptar.“ Þá líkir hann myndinni við tré og að hún skapi nánast eldhættu.

„Shrek-myndirnar fjalla um ævintýri með meiri dýpt og kímni en þessi ömurlega sýning líflausra vaxmynda stjarnanna,“ segir í The Hollywood Reporter.

Gagnrýnendur eru ekki sammála um frammistöðu Nicole Kidman í myndinni. Brian Viner hjá Daily Mail lofar frammistöðu hennar en Scout Foundas hjá Variety segir að Nicole nái aldrei fullri tengingu við karakterinn.

Leikkonan Blake Lively geislaði í kjól frá Gucci Premiere.
Leikkonan Zoe Saldana klæddist kjól úr smiðju Victoriu Beckham.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.