Lífið

Það hafa ýmsir lent í Þjóðhátíðarnefnd

Baldvin Þormóðsson skrifar
Baggalútsmenn voru aðeins of fljótir á sér að semja þjóðhátíðarlagið.
Baggalútsmenn voru aðeins of fljótir á sér að semja þjóðhátíðarlagið.
„Okkur var nú bara svo mikið í mun að fá að spila á Þjóðhátíð,“ segir Karl Sigurðsson, söngvari Baggalúts, en hljómsveitin samdi óvart þjóðhátíðarlag á dögunum.

„Við höfum aldrei fengið að spila áður á Þjóðhátíð, þannig að við erum búnir að bíða í tíu ár eftir tækifærinu,“ segir Karl. „Það bara varð óvart til þjóðhátíðarlag af tilefninu, við erum svona að pæla hvað við eigum að gera við það núna,“ segir tónlistarmaðurinn og bætir því við að þetta hafi gerst allt frekar hratt.

„Það er nú Bragi Valdimar sem á lagið. Án þess að vilja gera lítið úr textahöfundinum þá semja þessir textar sig eiginlega sjálfir. Þegar maður er að fjalla um Heimaey og brekkusöng þá raðast þetta heppilega vel saman,“ segir Karl en þjóðhátíðarlag strákanna er meira og minna klárt.

„Ég held að við eigum ekki annarra kosta völ en að leyfa fólki að heyra það,“ segir söngvarinn. „Ef við þorum að taka þetta á hátíðinni, mér skilst að það hafi ýmsir lent í þjóðhátíðarnefnd þannig að maður veit ekki hverju maður á að eiga von á,“ segir Karl en eins og kunnugt er þá skipaði nefndin tónlistarmanninn Jón Jónsson til þess að semja þjóðhátíðarlagið í ár.

„Við vonum bara að allir taki þessu vel. Það er bara gaman að hafa fleiri en eitt þjóðhátíðarlag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.