Skoðun

Þroski mannauðsstjórnunar á Íslandi

Martha Árnadóttir skrifar
Eitt best geymda leyndarmál mannauðsstjórnunar á Íslandi er Cranet-rannsóknin sem Háskólinn í Reykjavík hefur framkvæmt á þriggja ára fresti frá árinu 2003. Markmið rannsóknarinnar er að skoða mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Þjálfun starfsmanna – áhrifaþættir

Fjölmarga áhugaverða punkta er að finna í niðurstöðum rannsóknarinnar. Sem dæmi má nefna að þegar stjórnendur eru spurðir hvaða þættir eru helst ráðandi varðandi ákvarðanatöku um þjálfun og fræðslu starfsmanna, nefnir um helmingur svarenda að ný viðfangsefni í fyrirtækinu ráði mestu. Aðeins lægra hlutfall nefnir frammistöðu starfsmanna en þá getur fræðslan bæði verið umbun eða til að auka færni sem ekki er talin næg. Þessi svör koma í sjálfu sér ekki á óvart.

Það sem kemur aftur á móti á óvart er að um helmingur svarenda segir óskir starfsmanna vera ráðandi þátt í ákvarðanatökunni. Vissulega geta óskir starfsmanna og fyrirtækisins farið saman þegar kemur að þjálfun og er það vel en samt sem áður væri áhugavert að skoða þennan þátt betur. Og það sem kemur mest á óvart í svörum þátttakenda er að einungis um 25 prósent þeirra nefna að stefnumörkun og framtíðarsýn fyrirtækisins sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að ákvarðanatöku um fræðslu og þjálfun. Þetta væri virkilega áhugavert að skoða betur, það er af hverju fyrirtæki taka ekki meira mið af stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að ákvarðanatöku – af hverju tekur fræðsla og þjálfun starfsmanna ekki meira mið af stefnu fyrirtækisins en raun ber vitni?

Síðan svara um 15 prósent því til að framboð námskeiða sé áhrifaþáttur og er það vel skiljanlegt, námskeið eru auglýst, fá athygli, verða umtöluð og fleira.

Kostnaður 2 prósent af launaveltu

Hér leynast gríðarleg tækifæri til betri nýtingar fjármuna, aukinnar framleiðni og uppbyggingar fyrirtækisins til framtíðar. Oft er talið að kostnaður við fræðslu og þjálfun sé um 2 prósent af brúttólaunaveltu fyrirtækja á Íslandi, sem eru gríðarlega miklir fjármunir.




Skoðun

Sjá meira


×