„Fæðutöff“ Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 13. maí 2014 07:00 Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúrú með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí. Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra. Foreldrar – ömmur – afar Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Börn morgundagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina. Tökum þátt Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðarráðuneytisins á netfangið postur@vel.is. Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúrú með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí. Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra. Foreldrar – ömmur – afar Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl. Börn morgundagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina. Tökum þátt Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðarráðuneytisins á netfangið postur@vel.is. Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun