Koma tollar á landbúnaðarvörur neytendum ekki við? Jóhannes Gunnarsson skrifar 10. maí 2014 07:00 Frá stofnun Neytendasamtakanna fyrir 61 ári hefur tollvernd á landbúnaðarvörum verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda, en samtökin telja að oftar en ekki sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Um tollverndina hafa samtökin ítrekað fjallað, ályktað, sent erindi til stjórnvalda og haldið málþing. Tollar og tollkvótar sem eru eingöngu settir til að vernda eina atvinnugrein ganga svo freklega gegn hag neytenda að samtökin munu berjast á móti þeim á meðan þeir eru við lýði. Í febrúar sl. kom í ljós að landbúnaðarráðherra hafði skipað fulltrúa frá ýmsum hagsmunasamtökum í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar og ákveðið að útiloka Neytendasamtökin frá þeirri vinnu. Í ljósi þess að um er að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur sendu samtökin strax erindi til ráðherra þar sem þau óskuðu eftir að fá að koma að þessu starfi og tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum, barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí sl. Þar segir m.a.: „Núverandi skipan hópsins er eftirfarandi: Tveir fulltrúar koma hvor frá sínu ráðuneyti, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta, muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu.“ Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við. Á umliðnum árum hafa stjórnvöld talið eðlilegt að Neytendasamtökin eigi fulltrúa í nefndum og starfshópum þar sem fjallað er um tolla og aðrar opinberar álögur á matvæli og raunar aðrar neytendavörur. Hér virðist ráðherra því marka nýja stefnu. Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þessari ákvörðun. Þegar um svo mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur er að ræða eins og tollamál á sviði landbúnaðar, er með öllu óeðlilegt að samtök sem hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna neytenda séu sniðgengin á þann hátt sem hér er gert.Stjórn Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Frá stofnun Neytendasamtakanna fyrir 61 ári hefur tollvernd á landbúnaðarvörum verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda, en samtökin telja að oftar en ekki sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Um tollverndina hafa samtökin ítrekað fjallað, ályktað, sent erindi til stjórnvalda og haldið málþing. Tollar og tollkvótar sem eru eingöngu settir til að vernda eina atvinnugrein ganga svo freklega gegn hag neytenda að samtökin munu berjast á móti þeim á meðan þeir eru við lýði. Í febrúar sl. kom í ljós að landbúnaðarráðherra hafði skipað fulltrúa frá ýmsum hagsmunasamtökum í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar og ákveðið að útiloka Neytendasamtökin frá þeirri vinnu. Í ljósi þess að um er að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur sendu samtökin strax erindi til ráðherra þar sem þau óskuðu eftir að fá að koma að þessu starfi og tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum, barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí sl. Þar segir m.a.: „Núverandi skipan hópsins er eftirfarandi: Tveir fulltrúar koma hvor frá sínu ráðuneyti, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta, muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu.“ Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við. Á umliðnum árum hafa stjórnvöld talið eðlilegt að Neytendasamtökin eigi fulltrúa í nefndum og starfshópum þar sem fjallað er um tolla og aðrar opinberar álögur á matvæli og raunar aðrar neytendavörur. Hér virðist ráðherra því marka nýja stefnu. Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þessari ákvörðun. Þegar um svo mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur er að ræða eins og tollamál á sviði landbúnaðar, er með öllu óeðlilegt að samtök sem hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna neytenda séu sniðgengin á þann hátt sem hér er gert.Stjórn Neytendasamtakanna
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar