Koma tollar á landbúnaðarvörur neytendum ekki við? Jóhannes Gunnarsson skrifar 10. maí 2014 07:00 Frá stofnun Neytendasamtakanna fyrir 61 ári hefur tollvernd á landbúnaðarvörum verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda, en samtökin telja að oftar en ekki sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Um tollverndina hafa samtökin ítrekað fjallað, ályktað, sent erindi til stjórnvalda og haldið málþing. Tollar og tollkvótar sem eru eingöngu settir til að vernda eina atvinnugrein ganga svo freklega gegn hag neytenda að samtökin munu berjast á móti þeim á meðan þeir eru við lýði. Í febrúar sl. kom í ljós að landbúnaðarráðherra hafði skipað fulltrúa frá ýmsum hagsmunasamtökum í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar og ákveðið að útiloka Neytendasamtökin frá þeirri vinnu. Í ljósi þess að um er að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur sendu samtökin strax erindi til ráðherra þar sem þau óskuðu eftir að fá að koma að þessu starfi og tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum, barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí sl. Þar segir m.a.: „Núverandi skipan hópsins er eftirfarandi: Tveir fulltrúar koma hvor frá sínu ráðuneyti, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta, muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu.“ Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við. Á umliðnum árum hafa stjórnvöld talið eðlilegt að Neytendasamtökin eigi fulltrúa í nefndum og starfshópum þar sem fjallað er um tolla og aðrar opinberar álögur á matvæli og raunar aðrar neytendavörur. Hér virðist ráðherra því marka nýja stefnu. Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þessari ákvörðun. Þegar um svo mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur er að ræða eins og tollamál á sviði landbúnaðar, er með öllu óeðlilegt að samtök sem hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna neytenda séu sniðgengin á þann hátt sem hér er gert.Stjórn Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá stofnun Neytendasamtakanna fyrir 61 ári hefur tollvernd á landbúnaðarvörum verið eitt af stóru málunum í hagsmunabaráttu neytenda, en samtökin telja að oftar en ekki sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Um tollverndina hafa samtökin ítrekað fjallað, ályktað, sent erindi til stjórnvalda og haldið málþing. Tollar og tollkvótar sem eru eingöngu settir til að vernda eina atvinnugrein ganga svo freklega gegn hag neytenda að samtökin munu berjast á móti þeim á meðan þeir eru við lýði. Í febrúar sl. kom í ljós að landbúnaðarráðherra hafði skipað fulltrúa frá ýmsum hagsmunasamtökum í starfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar og ákveðið að útiloka Neytendasamtökin frá þeirri vinnu. Í ljósi þess að um er að ræða mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur sendu samtökin strax erindi til ráðherra þar sem þau óskuðu eftir að fá að koma að þessu starfi og tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Eftir ítrekanir á þessu erindi og fréttatilkynningar frá samtökunum, barst loks svar frá ráðuneytinu sem dagsett er 6. maí sl. Þar segir m.a.: „Núverandi skipan hópsins er eftirfarandi: Tveir fulltrúar koma hvor frá sínu ráðuneyti, einn frá Bændasamtökum Íslands, tveir frá framleiðendum, tveir frá launþegasamtökum, einn frá Samtökum atvinnurekenda og einn frá Samtökum verslunar og þjónustu. Að athuguðu máli verður ekki annað séð af skipan hópsins en að sjónarmið þeirra er hagsmuna eiga að gæta, muni koma fram með fullnægjandi hætti í nefndarstarfinu.“ Stjórn Neytendasamtakanna getur með engu móti fallist á að launþegasamtök, bændasamtök og atvinnurekendur í starfshópnum gæti hagsmuna neytenda sérstaklega. Verður því að túlka svarið sem svo að ráðherra telji að endurskoðun á tollalöggjöf á sviði landbúnaðar komi neytendum ekkert við. Á umliðnum árum hafa stjórnvöld talið eðlilegt að Neytendasamtökin eigi fulltrúa í nefndum og starfshópum þar sem fjallað er um tolla og aðrar opinberar álögur á matvæli og raunar aðrar neytendavörur. Hér virðist ráðherra því marka nýja stefnu. Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir harðlega þessari ákvörðun. Þegar um svo mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur er að ræða eins og tollamál á sviði landbúnaðar, er með öllu óeðlilegt að samtök sem hafa það eitt að markmiði að gæta hagsmuna neytenda séu sniðgengin á þann hátt sem hér er gert.Stjórn Neytendasamtakanna
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar