Innlent

Þingmenn í sumarfrí í næstu viku

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Stjórn og stjórnarandstaða hafa náð samkomulagi um að þingið fari í sumarfrí um miðjan þennan mánuð.
Stjórn og stjórnarandstaða hafa náð samkomulagi um að þingið fari í sumarfrí um miðjan þennan mánuð. Fréttablaðið/GVA
Stjórn og stjórnarandstaða hafa náð samkomulagi um að þingi verði slitið 16. maí næstkomandi líkt og gert er ráð fyrir í starfsáætlun þingsins.

Ein af kröfum stjórnarandstöðunnar var að ESB-slitatillaga utanríkisráðherra kæmi ekki til umfjöllunar á yfirstandandi þingi.

Stjórnarmeirihlutinn gekk að því gegn því að stjórnarandstaðan myndi ekki standa í vegi fyrir stóru málum ríkisstjórnarinnar svo sem skuldalækkunarfrumvörpum og veiðigjaldafrumvarpinu.

Auk þessara stóru mála varð samkomulag um að taka nokkur þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu til afgreiðslu fyrir þinghlé.

Hver afdrif umdeildrar slitatillögu utanríkisráðherra verða í framtíðinni er ekki ljóst.

Þingmál sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við þinglok falla niður. Ætli utanríkisráðherra að koma tillögunni aftur á dagskrá þingsins verður hann að leggja hana aftur fyrir Alþingi á næsta þingi. Ráðherrann hefur ekki svarað því af eða á hvort hann ætli að gera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×