Lætur Loga Bergmann líta vel út Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 14:00 Raggi er góður í að finna skemmtilegt efni og myndbrot. Vísir/Vilhelm „Ég er í ónefndu teymi sem býr til spurningarnar, síðan klippi ég innslög og bý til alla grafík, svo stjórna ég útsendingunni og klippi þáttinn þegar tökum er lokið,“ segir Ragnar Eyþórsson, starfsmaður Sagafilm. Hann gegnir ýmsum hlutverkum við gerð skemmtiþáttarins Spurningabombunnar en síðasta bomba vetrarins er sýnd á Stöð 2 á föstudag. Þegar Ragnar, sem er ávallt kallaður Raggi Ey, stjórnar útsendingu er hann í beinu sambandi við þáttarstjórnandann Loga Bergmann. „Ég er í eyranu á Loga. Þegar hann er með þokukenndan svip er hann pottþétt að hlusta á mig. Það má segja að efnislega láti ég hann líta vel út en útlitslega er örugglega hægt að þakka sminkunni og hárgreiðslumeistaranum fyrir það,“ segir Raggi og hlær. Raggi lærði leikstjórn og handritagerð í Kanada og byrjaði sem lærisveinn hjá Sagafilm árið 2006. „Ég var fenginn sem klippari í Loga í beinni því ég hafði sérstakt lag á því að finna vandræðaleg myndbrot af gestum þáttarins. Þegar Logi í beinni stökkbreyttist í Spurningabombuna héldu hæfileikar mínir áfram að blómstra,“ segir Raggi. Hann á einnig heiðurinn af því að koma verðlaunagrip þáttarins, bangsanum Bomba, til landsins. „Ég og konan mín, Anna Björg, unnum Bomba í tívolíi í Ameríku og fluttum hann til landsins. Við sátum uppi með þennan tveggja metra stóra verðlaunagrip og fengum sérleyfi hjá flugfélaginu til að leyfa honum að fljóta með til landsins.“ Raggi lofar miklu fjöri á föstudaginn þegar síðasta bomba vetrarins fer í loftið en í liðunum eru Pétur Jesú og Hreimur á móti Ilmi Kristjánsdóttur og Gunna Helga. „Það vill svo til að hún er á föstudaginn langa þannig að það var viðeigandi að hafa Pétur Jesú sem gest. Svo verður leyndarmáli um kallarann okkar uppljóstrað til dæmis. Þetta verður stórkostleg lokabomba.“ Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég er í ónefndu teymi sem býr til spurningarnar, síðan klippi ég innslög og bý til alla grafík, svo stjórna ég útsendingunni og klippi þáttinn þegar tökum er lokið,“ segir Ragnar Eyþórsson, starfsmaður Sagafilm. Hann gegnir ýmsum hlutverkum við gerð skemmtiþáttarins Spurningabombunnar en síðasta bomba vetrarins er sýnd á Stöð 2 á föstudag. Þegar Ragnar, sem er ávallt kallaður Raggi Ey, stjórnar útsendingu er hann í beinu sambandi við þáttarstjórnandann Loga Bergmann. „Ég er í eyranu á Loga. Þegar hann er með þokukenndan svip er hann pottþétt að hlusta á mig. Það má segja að efnislega láti ég hann líta vel út en útlitslega er örugglega hægt að þakka sminkunni og hárgreiðslumeistaranum fyrir það,“ segir Raggi og hlær. Raggi lærði leikstjórn og handritagerð í Kanada og byrjaði sem lærisveinn hjá Sagafilm árið 2006. „Ég var fenginn sem klippari í Loga í beinni því ég hafði sérstakt lag á því að finna vandræðaleg myndbrot af gestum þáttarins. Þegar Logi í beinni stökkbreyttist í Spurningabombuna héldu hæfileikar mínir áfram að blómstra,“ segir Raggi. Hann á einnig heiðurinn af því að koma verðlaunagrip þáttarins, bangsanum Bomba, til landsins. „Ég og konan mín, Anna Björg, unnum Bomba í tívolíi í Ameríku og fluttum hann til landsins. Við sátum uppi með þennan tveggja metra stóra verðlaunagrip og fengum sérleyfi hjá flugfélaginu til að leyfa honum að fljóta með til landsins.“ Raggi lofar miklu fjöri á föstudaginn þegar síðasta bomba vetrarins fer í loftið en í liðunum eru Pétur Jesú og Hreimur á móti Ilmi Kristjánsdóttur og Gunna Helga. „Það vill svo til að hún er á föstudaginn langa þannig að það var viðeigandi að hafa Pétur Jesú sem gest. Svo verður leyndarmáli um kallarann okkar uppljóstrað til dæmis. Þetta verður stórkostleg lokabomba.“
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning