Hvað veldur minnkandi neyslu erlendra ferðamanna? Anna Fríða Garðarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar