Hvað veldur minnkandi neyslu erlendra ferðamanna? Anna Fríða Garðarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar