Hvað veldur minnkandi neyslu erlendra ferðamanna? Anna Fríða Garðarsdóttir skrifar 15. apríl 2014 08:58 Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Þegar fjöldi erlendra ferðamanna jókst með þeim hætti sem hann gerði á árunum 2011 og 2012 þá spurði ég mig þeirrar spurningar hvort veiking krónunnar í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 hefði gert það að verkum að neysla á hvern erlendan ferðamann hefði aukist að einhverju marki. Eftir hrun varð mun hagstæðara að sækja landið heim og ferðamennirnir fá meira fyrir sinn gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rannsókn minni, sem er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, reyndist það ekki vera niðurstaðan, en í rannsókninni var neyslan á árunum 2000-2012 skoðuð út frá verðlagi ársins 2012 og einnig yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.Minni neysla Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í íslenskum krónum og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í Bandaríkjadölum og evrum, eða um 20% í dölum og 42% í evrum. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins. Heildarneysla erlendra ferðamanna á þessu tímabili nær tvöfaldaðist (96%) en fjöldi erlendra ferðamanna sem sóttu Ísland heim meira en tvöfaldaðist (130%). Heildarneyslan jókst því ekki í sama hlutfalli og fjölgun ferðamanna til landsins. Í rannsókn minni skoðaði ég einnig stöðu ferðaþjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjálandi og bar saman þróun neyslu erlendra ferðamanna þar við þróunina hér á Íslandi á þessu tímabili. Í samanburðinum kom í ljós að á þessu tímabili hafði neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada aukist um 129% og á Nýja-Sjálandi um 40% þegar hún var skoðuð í Bandaríkjadölum. Þegar hún var skoðuð í evrum hafði hún aukist um 67% í Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi. Bæði kanadískur og nýsjálenskur dalur hafa styrkst gagnvart dölum og evrum en íslensk króna hefur veikst mjög mikið gagnvart sömu gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7 árum hefur hver ferðamaður eytt hærri fjárhæðum í Bandaríkjadölum á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og þeir dvelja einnig lengur í landinu.Hvað veldur? Til að útskýra hvað veldur því að neysla fer minnkandi er frekari rannsókna þörf en þó er hægt að velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik gætu til dæmis mögulega verið ein ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum. Að mínu mati er hins vegar mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlendra ferðamanna líkt og gert hefur verið með margra ára rannsóknum til að mynda í Kanada og Nýja-Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér. Ísland er lítið samfélag og er dýr áfangastaður heim að sækja. Það er að mínu mati heillavænlegri þróun að byggja framtíð ferðaþjónustunnar á gæðum frekar en magni. Ég vona að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast ferðamálayfirvöldum í frekari rannsóknum á neyslumynstri erlendra ferðamanna sem sækja landið heim, því ein af ástæðum fyrir minni neyslu getur snúið að verðmæti þeirra markhópa sem sækja landið heim.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun