Lífið

Grípandi skáldsaga frá Sjón

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bókin Mánasteinn – drengurinn sem aldrei var til eftir Sjón fær glimrandi dóma í danska blaðinu Politiken – sex stjörnur af sex mögulegum.

Segir gagnrýnandinn Bjørn Bredal meðal annars að skáldsagan sé grípandi og átakanleg. Þá gefur gagnrýnandinn Søren Kassebeer hjá danska blaðinu Berlingske tidende bókinni fimm stjörnur af sex mögulegum og lofar hana í hástert.

Sjón getur því verið stoltur af þessu sköpunarverki sínu en bókin hlaut einnig Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir stuttu í flokki fagurbókmennta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.