Innlent

Rafiðnaðarsamband Íslands mótmælir kaupaukafrumvarpi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og  miðstjórn sambandsins sendur frá sér ályktun um kaupaukafrumvarpið.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og miðstjórn sambandsins sendur frá sér ályktun um kaupaukafrumvarpið.
Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands mótmælir harðlega lagafrumvarpi þar sem kveðið er á um að heimilt verði að greiða kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja sem samsvarar tvöföldun árslauna.

Segir í ályktun stjórnarinnar að það sé stjórnvöldum til háborinnar skammar að leggja línu um slíka óráðsíu innan fjármálafyrirtækja og er fjármálaráðherra hvattur til að breyta frumvarpi sínu á þann hátt að bónusar umfram hefðbundna bónusa verði ekki greiddir, eða að öðrum kosti beita sér fyrir að slíku kaupaukakerfi verði komið á hjá almennum launþegum hið fyrsta.

Segir enn fremur að stjórnvöldum sé í lófa lagið að draga úr misskiptingu í samfélaginu en það verði ekki gert með slíkum öfgum í aðra átt. Réttara væri að nýta allt mögulegt svigrúm til þess að hækka laun á almennum vinnumarkaði í stað slíkrar óráðsíu.

Enn að ekki sé boðlegt að stjórnvöld fari fram með þessum hætti þegar almennt launafólk þessa lands leiti leiða til þess að skapa stöðugleika með hóflegum launahækkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×