Lífið

Leggja undir sig Keiluhöllina

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ólafur Jakobsson og Svavar Jakobsson stýra skemmtuninni.
Ólafur Jakobsson og Svavar Jakobsson stýra skemmtuninni. mynd/einkasafn
„Við ætlum að tileinka hátíðina í ár Philip Seymor Hoffman sem lést á árinu og þeir sem mæta fá fallegan bol með mynd af Hoffman,“ segir Svavar Jakobsson, skemmtanastjóri Big Lebowski-hátíðarinnar sem fram fer í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í kvöld. Þetta er í áttunda skiptið sem hátíðin er haldin.

„Það er alltaf kjarnahópur sem mætir, í fyrra mættu um 85 manns en árið þar á undan mættu um 120 manns, það eru margir Big Lebowski-aðdáendur á Íslandi.“

Uppruna hátíðarinnar má rekja til vinahóps Svavars sem hélt mikið upp á myndina. „Við höfðum gaman af myndinni og héldum sjálfir svona Big Lebowski-kvöld. Vorum í sloppum og horfðum á myndina með Hvítan Rússa í hendinni en svo vatt þetta upp á sig og nú er þessi vinahópshittingur orðinn að árlegum viðburði sem er alltaf að stækka,“ útskýrir Svavar.

Hátíðin hefst klukkan 20.00 en á meðal dagskrárliða á hátíðinni er Lebowski Pub Quiz og Keila. „Við horfum á myndina og fáum okkur Hvítan Rússa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.