Veistu hvað þú borðar? Hörður Harðarson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar