Veistu hvað þú borðar? Hörður Harðarson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Þegar við setjumst niður og borðum mat þá skiptir okkur máli hvað er á disknum. Við sjáum hvernig maturinn lítur út, finnum hvernig hann lyktar og bragðast og upplýsingar um næringarinnihald má yfirleitt finna á umbúðunum. Það segir þó ekki alla söguna. Við viljum líka vita hvernig maturinn varð til og við hvaða aðstæður. Svörin við þeim spurningum eru sjaldnast á umbúðunum. Í Danmörku hafa fjölmiðlar fylgt vel eftir umræðu í þjóðfélaginu um stöðu aðbúnaðar á svínabúum og gert ítarlega grein fyrir þeim aðferðum sem unnið er eftir. Þar hefur meðal annars komið fram að sýklalyf eru sett í fóður dýranna til að koma í veg fyrir sýkingar og auka vaxtarhraða. Með þessari aðferð fara lyfin ekki eingöngu í þá grísi sem þurfa á þeim að halda, heldur líka grísi sem eru heilbrigðir og hafa ekki þörf fyrir slíka lyfjagjöf sem skapar hættu á lyfjaónæmi. Þetta er ekki gert hér á Íslandi og er reyndar ólöglegt. Hér á landi er notkun sýklalyfja í algjöru lágmarki og þau eingöngu notuð undir eftirliti dýralækna þegar þörf krefur. Þegar Íslendingar bera saman bækur sínar við kollega sína erlendis vekur það furðu hversu lítil lyfjanotkun er í svínabúskap hér á landi. Staðreyndin er að hvergi í heiminum er notað minna af lyfjum í svínabúskap en á Íslandi. Þetta leiðir vissulega til hærri kostnaðar en ávinningurinn er aukin velferð dýranna auk betri og hollari afurða sem eru góðar fréttir fyrir íslenska neytendur. Nú stendur yfir innleiðing á nýrri og framsækinni löggjöf um velferð dýra. Svínabændum er mikið í mun að hún takist vel og hafa í þeim tilgangi farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að erlendur sérfræðingur verði fenginn til þess að gera úttekt á íslenskum svínabúum með hliðsjón af nýju lögunum og veita ráðgjöf um nauðsynlegar úrbætur. Á næstu árum er því ljóst að miklar breytingar munu verða í íslenskum svínabúum sem miða að aukinni velferð og bættum aðbúnaði svína. Þegar þeim lýkur eiga íslenskir neytendur að geta treyst því að þær svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun