Músíktilrauna-plakötin 10 ára Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. apríl 2014 10:00 Nýjasta plakatið Mynd/Gunnar Þór Arnarson Frá árinu 2004 hafa skemmtileg plaköt einkennt hátíðina en á þeim er að finna tónlistarmenn sem tengjast tilraununum. „Þetta hefur aldrei verið nein sérstök persóna en fólk segist alltaf sjá þekkt andlit út úr henni. Í hári persónunnar eru meðlimir hljómsveitarinnar sem var sigurvegari síðasta árs en þetta minnir alltaf á eitthvað,“ segir Þorvaldur Gröndal, verkefnastjóri Músíktilrauna 2014, en þessa dagana fara hinar geysivinsælu Músíktilraunir fram í Hörpu en þær fóru fyrst fram árið 1982 og þá í Tónabæ. Plakötin eru hönnuð af Gunnari Þór Arnarsyni sem er hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. „Fyrirmyndin er aldrei nein ákveðin manneskja, þó að Björk og fleiri frægir séu í höfðinu á fyrsta plakatinu, en við byrjuðum að taka vinningsbandið í höfuðið á öðru árinu,“ bætir Ása Hauksdóttir, framkvæmdastjóra Hins hússins. Á hverju ári kemur nýtt plakat sem inniheldur nýjan haus, nýjan lit og nýtt letur. „Það skiptist á að vera strákahaus og stelpuhaus á plakatinu, sem sýnir að bæði kynin eiga jafn mikið senuna. Við erum að reyna að brjóta upp staðalímyndir,“ segir Ása.Músíktilraunir 2005Mynd/Gunnar Þór ArnarsonFlestir sem hafa séð plakötin, hvort sem er í blöðum, strætóskýlum eða annars staðar, sjá yfirleitt þekkta persónu út úr andlitunum en það er þó ekki þannig. „Þetta hefur gengið rosalega vel og mætingin hefur verið mjög góð,“ segir Þorvaldur um tilraunirnar í ár. „Saxófónninn er að koma sterkur inn í ár, það eru nokkur atriði sem hafa nýtt sér saxófóninn en annars er þetta frekar klassískt mynstur, harðkjarni, rokk, rapp, popp og flestar tónlistarstefnur sem koma fram í ár,“ segir Þorvaldur og bætir við: „Það er talsvert um rafsveitir sem blanda saman óhefðbundnum hljóðfærum.“Músíktilraunir 2011Mynd/Gunnar Þór ArnarsonÁtta hljómsveitir fara beint í úrslitin af undankvöldunum en svo má dómnefndin velja allt að fjórar aðrar hljómsveitir til að senda í úrslitin. Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk. Margar þekktar hljómsveitir hafa komið fram á Músíktilraunum eins og til dæmis Of Monsters and Men, Botnleðja, XXX Rottweiler hundar, Mammút, Agent Fresco, Stuðkompaníið og Maus svo nokkrar séu nefndar. Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Frá árinu 2004 hafa skemmtileg plaköt einkennt hátíðina en á þeim er að finna tónlistarmenn sem tengjast tilraununum. „Þetta hefur aldrei verið nein sérstök persóna en fólk segist alltaf sjá þekkt andlit út úr henni. Í hári persónunnar eru meðlimir hljómsveitarinnar sem var sigurvegari síðasta árs en þetta minnir alltaf á eitthvað,“ segir Þorvaldur Gröndal, verkefnastjóri Músíktilrauna 2014, en þessa dagana fara hinar geysivinsælu Músíktilraunir fram í Hörpu en þær fóru fyrst fram árið 1982 og þá í Tónabæ. Plakötin eru hönnuð af Gunnari Þór Arnarsyni sem er hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. „Fyrirmyndin er aldrei nein ákveðin manneskja, þó að Björk og fleiri frægir séu í höfðinu á fyrsta plakatinu, en við byrjuðum að taka vinningsbandið í höfuðið á öðru árinu,“ bætir Ása Hauksdóttir, framkvæmdastjóra Hins hússins. Á hverju ári kemur nýtt plakat sem inniheldur nýjan haus, nýjan lit og nýtt letur. „Það skiptist á að vera strákahaus og stelpuhaus á plakatinu, sem sýnir að bæði kynin eiga jafn mikið senuna. Við erum að reyna að brjóta upp staðalímyndir,“ segir Ása.Músíktilraunir 2005Mynd/Gunnar Þór ArnarsonFlestir sem hafa séð plakötin, hvort sem er í blöðum, strætóskýlum eða annars staðar, sjá yfirleitt þekkta persónu út úr andlitunum en það er þó ekki þannig. „Þetta hefur gengið rosalega vel og mætingin hefur verið mjög góð,“ segir Þorvaldur um tilraunirnar í ár. „Saxófónninn er að koma sterkur inn í ár, það eru nokkur atriði sem hafa nýtt sér saxófóninn en annars er þetta frekar klassískt mynstur, harðkjarni, rokk, rapp, popp og flestar tónlistarstefnur sem koma fram í ár,“ segir Þorvaldur og bætir við: „Það er talsvert um rafsveitir sem blanda saman óhefðbundnum hljóðfærum.“Músíktilraunir 2011Mynd/Gunnar Þór ArnarsonÁtta hljómsveitir fara beint í úrslitin af undankvöldunum en svo má dómnefndin velja allt að fjórar aðrar hljómsveitir til að senda í úrslitin. Að taka þátt í Músíktilraunum er frábær upplifun og ómetanleg reynsla fyrir upprennandi og skapandi tónlistarfólk. Margar þekktar hljómsveitir hafa komið fram á Músíktilraunum eins og til dæmis Of Monsters and Men, Botnleðja, XXX Rottweiler hundar, Mammút, Agent Fresco, Stuðkompaníið og Maus svo nokkrar séu nefndar.
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira