Lífið

Gaffigan að rifna úr spennu yfir íslandi

Jim Gaffigan hlakkar til að koma til Íslands
Jim Gaffigan hlakkar til að koma til Íslands Vísir/Getty
Bandaríski uppistandarinn Jim Gaffigan, sem kemur fram í Háskólabíói á föstudaginn, hefur að undanförnu mikið verið að spyrja um Ísland á Twitter-síðu sinni.

Hann vill til að mynda vita hvað hann eigi að fá sér að borða eftir sýninguna, annað en hákarl sem búið er að pissa á, hvort hann megi vera í þveng í Bláa lóninu og hvort hann þurfi að koma með sólarvörn.

Jim Gaffigan kemur hingað til lands á föstudag og fer strax utan á laugardagsmorgun, þá kemur hann fram í London á laugardagskvöld. Uppselt er á uppistandið hans í London en ennþá eru til miðar á uppistandið í Háskólabíói.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.