Fjárhættuspilin upp á yfirborðið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. apríl 2014 07:00 Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar