Lífið

Dönsk stórstjarna með tónleika í Iðnó

Marín Manda skrifar
Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson eru saman í lífi og starfi.
Tina Dickow og Helgi Hrafn Jónsson eru saman í lífi og starfi.
Tina Dickow tónlistarkona heldur sína fyrstu tónleika í Íslandi í maí ásamt Helga Hrafni Jónssyni.

„Ég fékk þá hugmynd að skipuleggja ferð fyrir danska aðdáendur til Íslands til að koma á tónleika með okkur en einnig svo þeir gætu notið þessa fagra lands sem ég upplifi á hverjum degi,“ segir Tina Dickow, sem er stórstjarna í tónlistarheiminum í heimalandi sínu Danmörku.

Dickow, sem er lagasmiður, söngkona og gítarleikari, stofnaði sitt eigið útgáfufyrirtæki árið 2000 og hefur sjálf gefið út lög á borð við Nobody‘s Man, Love All Around og Open Wide, sem notað var í SAS-auglýsingu. Tónleikaferðalögin hafa verið víða um heiminn og hefur hún meðal annars spilað í Englandi, Bandaríkjunum, Asíu og víða í Evrópu.

Undanfarin tvö ár hefur Dickow búið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og samstarfsfélaga, Helga Hrafni Jónssyni. Hún hefur haldið sig frá sviðljósinu en fimmtudaginn 29. maí heldur hún sína fyrstu tónleika hér á landi í Iðnó.

„Við höfum aldrei spilað hér áður svo þetta verða mjög persónulegir tónleikar þar sem gestir fá að kynnast mér örlítið betur. Ég syng og spila á gítarinn og ásamt mér spila Helgi og Dennis Ahlgren, sem er góður vinur minn. Þá segi ég jafnvel örlítið frá lífshlaupi mínu og hvernig ég endaði hér á landi,“ segir Tina Dickow tónlistarkona.

Miðar á tónleikana verða til sölu á midi.is en einungis 100 miðar verða í boði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×