Lífið

Stjörnurnar elska rautt og hvítt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Jameson Empire-verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í London um helgina. Verðlaunin eru veitt af Empire, vinsælasta kvikmyndatímariti Bretlands, og hafa verið veitt árlega síðan árið 1996.

Á hátíðinni er það besta í kvikmyndum verðlaunað en eins og venjan er kennir einnig ýmissa grasa á rauða dreglinum.

Helstu sigurvegarar hátíðarinnar í ár:

Goðsögn okkar lífstíðar

Tom Cruise

Hasarmyndahetja okkar lífstíðar

Arnold Schwarzenegger

EMPIRE-hetja

Simon Pegg

Besti karlkyns nýliði

Aidan Turner - The Hobbit: The Desolation of Smaug

Besti kvenkyns nýliði

Margot Robbie - The Wolf of Wall Street

Besti leikari í aukahlutverki

Michael Fassbender - 12 Years a Slave

Besta leikkona í aukahlutverki

Sally Hawkins - Blue Jasmine

Besta breska mynd

The World‘s End

Besta leikkona

Emma Thompson - Saving Mr. Banks

Besti leikari

James McAvoy - Filth

Besti leikstjóri

Alfonso Cuarón - Gravity

Besta mynd

Gravity

Leikkonan Margot Robbie mætti í glæsilegum samfestingi frá Paper London.
Leikkonan Kate Beckinsale bauð upp á vínrauðan síðkjól frá Jenny Packham.
Leikkonan Emma Thompson klæddist kjól frá Maria Grachvogel.
Leikkonan Eleanor Tomlinson poppaði hvíta kjólinn upp með gylltu belti.
Girls Aloud-söngkonan Sarah Harding vakti athygli í eldrauðum kjól frá Roland Mouret.
Fyrirsætan Matilda Lowther var í afar klassískum, hvítum kjól.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.