Áskorun til vinnustaða Hildur Friðriksdóttir skrifar 1. apríl 2014 07:00 Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun