Áskorun til vinnustaða Hildur Friðriksdóttir skrifar 1. apríl 2014 07:00 Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Hér með skora ég á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að taka umræðu meðal starfsfólks síns, mánudaginn 7. apríl nk., um hvort langvarandi streita sé til staðar hjá starfsfólkinu eða á vinnustaðnum sem heild. Þessi dagsetning er ekki tilviljun heldur er 7. apríl upphafsdagur árlegrar herferðar Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (European Agency for Safety and Health) um heilbrigða vinnustaði. Að þessu sinni snýr herferðin að streitu og sálfélagslegum áhættuþáttum, sem stjórnendur virðast stundum eiga erfiðara með að átta sig á og vinna með frekar en umhverfis- og öryggismálum.60% fjarvista vegna streitu Innan Evrópusambandsins er talið að 50-60% veikindafjarvista megi rekja til streitu og annarra sálfélagslegra þátta. Sálfélagslegir áhættuþættir tengjast andlegri og líkamlegri vanlíðan sem rekja má til vinnuaðstæðna og stjórnunarhátta. Margt skiptir máli en til dæmis má nefna erfið samskipti á vinnustað, að gerðar séu of miklar eða of litlar kröfur til starfsmanns miðað við þá þekkingu sem hann hefur, stöðug tímapressa, að geta ekki tekið hlé eftir þörfum, auk fjölmargra annarra þátta. Streita myndast þegar kröfur í vinnu eru umfram hæfni eða getu starfsmannsins til að standast kröfurnar, hvort sem hann skortir verkfæri, þekkingu, upplýsingar eða úrræði, svo dæmi séu nefnd. Oft má með litlum eða engum tilkostnaði draga úr streitu og þar með auka vellíðan á vinnustaðnum. Í verkefnavinnu í fyrirlestrum um álag, streitu og kulnun í starfi, sem ég hef haldið á tugum vinnustaða, hefur alltaf sýnt sig að hægt er að draga úr streitu til dæmis með breyttu vinnulagi, markvissara upplýsingaflæði og bættum samskiptum. Þættir sem kosta engin útgjöld heldur einungis breytta hugsun eða viðhorf.Tengsl við kvilla og sjúkdóma Margir átta sig ekki á hversu víðtæk tengsl eru á milli langvarandi streitu og ýmissa sjúkdóma og kvilla, eins og til dæmis verkja í hálsi og herðum, bakverks, höfuðverks, kransæðasjúkdóms, hjartsláttartruflana, þunglyndis, kvíða og síðast en ekki síst svefnerfiðleika. Fólk sem er haldið mikilli og langvarandi streitu er líklegra til að hafa leitað oftar til læknis vegna þessara einkenna og að vera meira fjarverandi frá vinnu vegna veikinda. Ávinningur þess að skoða hvað veldur streitu á vinnustöðum er því mikill. Stjórnendur sem taka streitu starfsfólks síns alvarlega og vinna að lausnum munu fljótt sjá ánægðara starfsfólk og aukna framleiðni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun