Stríðsæsingur og einhliða fréttaflutningur Jón Ólafsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Ég hef fylgst daglega með rússneskum fjölmiðlum í allmörg ár og ég veit nokkuð vel hvar línurnar liggja í málum sem hafa verið til umræðu í Rússlandi árum saman. Eitt slíkra mála er Krímskaginn. Umræður um framtíð hans hafa endurtekið sig á opinberum vettvangi aftur og aftur í gegnum tíðina og alltaf verið á sömu lund: Yfirgnæfandi meirihluti Rússa telur að ríkið eigi að gera tilkall til hans. Eins og við höfum séð síðustu vikur beita rússnesk stjórnvöld allskyns rökum til að styðja þá skoðun á alþjóðavettvangi. Þegar maður segir frá slíkum viðhorfum eða reynir að skýra þau, gerist það stundum að hlustendur telja að markmiðið sé að réttlæta þau. Fréttamenn verða iðulega fyrir þessu: Þegar Ríkisútvarpið sagði ítarlegar fréttir af makríldeilunni fyrir nokkrum vikum var kvartað yfir því að það væri að „flytja málstað Norðmanna“.Fráleitt Þröstur Ólafsson fellur í þessa gildru í grein í Fréttablaðinu í gær þar sem hann heldur því fram að með því að segja í fréttaviðtali frá sjónarmiðum sem ég þekki vel og skipta máli, hafi ég fallist á og reynt að réttlæta þau. Þetta er svo fráleitt að ég ætla ekki að svara því. Bendi Þresti bara á vef RÚV og bið hann að hlusta betur. Var ekki klisjan eitthvað á þá leið að sannleikurinn væri fyrsta fórnarlambið í stríði? Í kringum Úkraínudeiluna hefur myndast stríðsæsingur. Hann birtist meðal annars í því að ráðist er á þá sem reyna að draga fram mikilvægar hliðar málsins. Rússneskir fjölmiðlar, sérstaklega sjónvarpið, eru fullir af einhliða og heimskulegum áróðri þessa dagana þar sem stjórnvöldum í Kiev er lýst sem fasistum og ofbeldismönnum og hæðst að öllum samskiptum Úkraínu við umheiminn. En sama sjáum við hinumegin. Stöðugar fréttir eru af því að Rússar séu að undirbúa allsherjar stríð gegn nágrönnum sínum, menn velta vöngum yfir því hvað Pútín „ætli sér“ eins og í Kreml sé verið að leggja á ráðin um heimsstyrjöld. Það hjálpar öllum að skilja hvað er að gerast að sagt sé frá sem flestum hliðum mála. En því miður er alltaf við því að búast að sumir misskilji og haldi að það sé sami hlutur að segja frá viðhorfi og að réttlæta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst daglega með rússneskum fjölmiðlum í allmörg ár og ég veit nokkuð vel hvar línurnar liggja í málum sem hafa verið til umræðu í Rússlandi árum saman. Eitt slíkra mála er Krímskaginn. Umræður um framtíð hans hafa endurtekið sig á opinberum vettvangi aftur og aftur í gegnum tíðina og alltaf verið á sömu lund: Yfirgnæfandi meirihluti Rússa telur að ríkið eigi að gera tilkall til hans. Eins og við höfum séð síðustu vikur beita rússnesk stjórnvöld allskyns rökum til að styðja þá skoðun á alþjóðavettvangi. Þegar maður segir frá slíkum viðhorfum eða reynir að skýra þau, gerist það stundum að hlustendur telja að markmiðið sé að réttlæta þau. Fréttamenn verða iðulega fyrir þessu: Þegar Ríkisútvarpið sagði ítarlegar fréttir af makríldeilunni fyrir nokkrum vikum var kvartað yfir því að það væri að „flytja málstað Norðmanna“.Fráleitt Þröstur Ólafsson fellur í þessa gildru í grein í Fréttablaðinu í gær þar sem hann heldur því fram að með því að segja í fréttaviðtali frá sjónarmiðum sem ég þekki vel og skipta máli, hafi ég fallist á og reynt að réttlæta þau. Þetta er svo fráleitt að ég ætla ekki að svara því. Bendi Þresti bara á vef RÚV og bið hann að hlusta betur. Var ekki klisjan eitthvað á þá leið að sannleikurinn væri fyrsta fórnarlambið í stríði? Í kringum Úkraínudeiluna hefur myndast stríðsæsingur. Hann birtist meðal annars í því að ráðist er á þá sem reyna að draga fram mikilvægar hliðar málsins. Rússneskir fjölmiðlar, sérstaklega sjónvarpið, eru fullir af einhliða og heimskulegum áróðri þessa dagana þar sem stjórnvöldum í Kiev er lýst sem fasistum og ofbeldismönnum og hæðst að öllum samskiptum Úkraínu við umheiminn. En sama sjáum við hinumegin. Stöðugar fréttir eru af því að Rússar séu að undirbúa allsherjar stríð gegn nágrönnum sínum, menn velta vöngum yfir því hvað Pútín „ætli sér“ eins og í Kreml sé verið að leggja á ráðin um heimsstyrjöld. Það hjálpar öllum að skilja hvað er að gerast að sagt sé frá sem flestum hliðum mála. En því miður er alltaf við því að búast að sumir misskilji og haldi að það sé sami hlutur að segja frá viðhorfi og að réttlæta það.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun