Lífið

Breyttu gömlum bakka í minnistöflu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/indiemade.com
Það er leikur einn að breyta gömlum bakka í minnistöflu þar sem hægt er að festa hitt og þetta á hann með segulstálum.

1. Þrífið bakkann vel og vandlega ef þið ætlið að spreyja hann í skemmtilegum litum. Einnig er hægt að leyfa skræpóttum bakka að halda sér.

2. Ef þið spreyið bakkann er gott að láta hann þorna vel.

3. Festið bakkann á vegg og skreytið hann með fallegum segulstálum og jafnvel orðsendingum sem veita ykkur innblástur yfir daginn.

Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega til okkar á netfangið liljakatrin@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.