Lífið

Perluvinkonur selja af sér spjarirnar í Kolaportinu

Marín Manda skrifar
Nína Björk Gunnarsdóttir
Nína Björk Gunnarsdóttir
„Við vinkonurnar ákváðum að taka til í skápunum okkar og kompunum því við eigum heilan helling af fötum og dóti og viljum leyfa öðrum að njóta góðs af,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og stílisti en hún verður í Kolaportinu alla helgina að selja úr fataskápnum sínum.  

Ásamt Nínu Björk verða þær Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur og Rúna Magdalena Guðmundsdóttir hárgreiðslukona að selja flíkur sínar og fylgihluti úr fataskápunum.  

„Við verðum með mikið úrval af jökkum, pelsum, kápum, kjólum, fylgihlutum og jafnvel barnaföt.“ Stöllurnar verða í Kolaportinu alla helgina á bás 4 F frá kl. 11-17






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.