Lífið

Valdimar týndi veskinu

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Veski Valdimars fundið
Veski Valdimars fundið Vísir/Pjetur
Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson varð fyrir því óláni að glata veskinu sínu við útréttingar í Keflavík í gærmorgun. Hann uppgötvaði í bílnum á leiðinni heim til Reykjavíkur að ekkert veski var í fórum hans.

„Ég var ekki einu sinni viss um hvort ég hefði tekið það með mér og fannst eins og það gæti allt eins verið heima í Reykjavík,“ segir Valdimar, sem var þó pollrólegur þrátt fyrir veskisleysið.

Hann fékk símtal frá góðhjörtuðum manni sem spurði hvort hann héti ekki Valdimar og væri ekki fæddur árið 1985. „Þetta var ánægjulegt símtal sem ég fékk og kom maðurinn með veskið til mín. Ég átti fimm þúsund krónur í veskinu, sem ég bauð honum í fundarlaun en hann afþakkaði pent,“ segir Valdimar sáttur með að endurheimta veskið og sérlega ánægður með góðhjartaða manninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.