Lífið

Gamaldags sjarmi og samtíningur

Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir segir persónulegt að skreyta borðið með gömlum hlutum og samtíningi.
Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir segir persónulegt að skreyta borðið með gömlum hlutum og samtíningi. MYND/GVA
Mig langaði til að stíga frá þessu hefðbundna bleika og bláa þema sem oft er ríkjandi í fermingarskreytingum en blanda frekar saman, nýta gamalt og skreyta borðið með hlutum sem tengjast fermingarbarninu,“ útskýrir Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir en hún heldur úti síðunni Skreytum hús.

Til að gera veisluborðið persónulegt stingur Soffía upp á að safna saman ólíkum kertastjökum frá ættingjum og vinum og hvítu leirtaui. Til að fá hækkun á borðið segir Soffía sniðugt að raða upp bókum eða nota fallega kassa.

„Í þessu tilfelli notaði ég tveggja hæða disk. Á borðið notaði ég síðan dúk með vintage script-munstri og pappírskúlur sem ég fékk í Púkó og Smart. Undir glerkúpla setti ég gamla barnaskó og upprúlluð bókarblöð og hengdi talnaband með krossi yfir. Maríustyttan er trúartákn og fallegt að nota á fermingarborð.“

Á síðunni www.skreytumhus.is má forvitnast nánar um skreytingar Soffíu Daggar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.